Er það mögulegt!!

Hæusbæill.jpg
Frú Merv Grazinski er bara venjuleg innflytjendakona í henni Ameríku. Kerlingin, sem er á miðjum og besta aldri, keypti sér húsbíl fyrir ári síðan. Glöð í bragði lagði hún upp í ferðalag á nýja húsbílnum og ætlaði svo sannarlega að njóta lífsins og allra þeirra þæginda sem ferðaheimilið gat veitt henni. Það fyrsta sem hún gerði, þegar á hraðbrautina var komið, var að skella “Cruice-controlinu” á 120 km og bregða sér aftur í til að hella upp á könnuna. Að sjálfsögðu endaði ferðalagið með það sama. Áður en sú gamla hafði náð að kveikja á kaffikönnunni varð húsbíllinn að klessu og frú Merv heppinn að sleppa lifandi út úr flakinu. En það gerði hún. Ómeidd en öskureið. Bíllinn hafði klikkað algerlega að hennar mati. Hún ákvað því að stefna bílaverksmiðjunum sem framleiddu bílinn vegna þess að það kom hvergi fram í leiðbeiningunum að ekki mætti bregða sér úr bílstjórasætinu, meðan “sjálfstýringin” væri á til að hella upp á könnuna. Og auðvitað vann hún málið. Bílframleiðandinn varð að punga út 1,75 milljónum dala í skaðabætur til frúarinnar í viðbót við nýjan húsbíl. Auk þess var hann dæmdur til þes að endurskrifa leiðbeiningabókina þannig að örugglega kæmi fram að bílstjóranum bæri að sitja í sæti sínu meðan bíllinn v æri á ferð. Þó svo að “sjálfstýringin” væri á.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

4 Comments on “Er það mögulegt!!”

 1. Siggi Says:

  Bara í Ameríku…

 2. Matti Says:

  Og nú er bara að fara í mál við kaffivélarframleiðandann…

 3. Anonymous Says:

  Google

  Google news and reviews

 4. Matti Says:

  Bestu kvedjur frá Spáni og sólinni tar (reyndar er rigning í dag!!) MK & HS


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: