Hræddir fjölmiðlar og Veraldarvefurinn

Las athyglisverða grein i Aftenposten um helgina. Þar fjallar lektor við norska verslunarháskólann, BI, um veraldarvefinn og óttaslegna fjölmiðlastjórnendur sem ekki sjá framtíð sína bjarta ef heldur fram sem hingað til með þróun netsins.

Undan farinn áratug hafa þau tæki og tól sem við notum til samksipta sífellt minnkað að ummáli, orðið ódýrari í innkaupum á sama tíma og notagildi þeirra og fjölbreytni hefur hefur aukist með risaskrefum á hverju árinu sem líður. Gömlu fjölmiðlarnir, útgáfufyrirtæki, blöð, sjónvarp, kvikmyndir og hljómpöltuframleiðendur hafa bara horft á þróunina með aðra höndina í vasanum og hina fyrir aftan bak. Þannig eru þeir að tapa stöðunni sem þeir höfðu um að segja okkur hvað er mikilvægt í veröldinni og hvað ekki. Ef þú átt góðan farsíma, hefur breiðband heima og átt þokkalega tölvu þarftu ekkert á “gamla dótinu” að halda.

Unga fólkið, sem er væntanlegur viðskiptahópur gömlu miðlanna, hefur tekið tæknina í sína þjónustu og oft aflað sér mun meiri þekkingar en stjórnendur í fjölmiðlabransanum getur órað fyrir. Nú sjá þeir að svo getur hæglega farið að þessi væntanlegi viðskiptahópur verði aldrei neinn viðskiptahópur. Og hvað þá???

Sá tími er liðinn að útgefendur geti varið sig gegn niðurhali af netinu með boðum, reglum og lögum. Tónlistarútgefendur þóttust himinn höndum hafa tekið þegar þeir settu læsingu á geisladiskana og gáfu síðan möguleika á að borga fyrir tónlistina gegnum farsíma. Þar með myndi tónlistarneytendur hætta að stela af netinu. Kennslubókahöfundar og útgefendur hafa bannað að kennarar fjölriti úr bókun sínum til nota í kennslustofunni. Allt er þetta bras þeirra til lítils. Ef kennara vantar kennsluefni sækir hann það sjálfur eða lætur nemendur sína sækja það á vefinn. Sama gildir um alla aðra útgefendur. Þeir geta einfaldelga ekki varið sig fyrir internetinu. Þess vegna þurfa þeir að taka það mun meira í þjónustu sína en en hingað til.

Það er líka liðin tíð að fólk noti tölvurnar sýnar eins og ritvélar með geymsluplássi. Nú er svo komið að maður þarf ekki lengur að eyða tíma í flokka efni og raða því í möppur því Google Desktop sér um það líka. Við gamlingjarnir sem enn erum að flokka og raða vel og vandlega í möppur svo að við verðum fljótari að finna það sem við ætlum að vinna með erum einfaldlega orðnir steinrunni. Það sem við erum ca eina mínútu að sækja kemur Google með á 1 – 2 sekúndum.

Enn er netið mest notað til að senda rafpóst og sækja upplýsingar. En notkunin verður æ fjölbreyttari. Við náum okkur í tónlist og kvikmyndir í auknu mæli, borgum reikninga, verslum á mun ódýrari hátt enn í Kaupfélaginu eða Bónus, gerum framtalið okkar og sendum á netinu eða jafnvel á sms og síðast en ekki síst bloggum við og spjöllum á spjallrásum með myndavélum og hljóði. Ekkert af þessu gátum við gert fyrir ca 15 árum. Þá mötuðu hinir fjölmiðlar okkur á því hvað var matur og hvað var moð. Nú greinum við sjálf moðið frá matnum.

Unga kynslóðin tekur hraðvirkari fjölmiðla fram yfir þá gömlu. Gömlu miðlarinr eru kærkomnir sem auglýsingar til þess að sækja svo kvikmyndir, tónlist og lestrarefni á netið. Ef dagblöðin halda áfram að hafa netúgáfur sínar sem vasaútgáfur með sýnishornum missa þau áhrifamátt sinn. Þó ég geti varla komist í gegnum einn dag án dagblaðs er kynslóðin á eftir minni ekki í sama báti. Hún kann nefninlega að nýta sér netið.

Ef stjórnendur hefðbundinna fjölmiðla helda áfram að verjast veraldarvefnum fer fyrir þeim eins og kirkjunni þegar Gutenberg hóf að prenta bækur. Þeir verða áhrifslausar stofnanir í nútíma samfélagi á nákvæmlega sama hátt og kirkjan missti einokun sína á að fóðra fólk á lífsgildum með tilkomu bókarinnar.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Fjölmiðlar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: