Hjólhýsatímabilið brostið á

Fyrsti maí er ekki bara dagur verkalýðsins í Noregi. Þá opna nefninlega líka flest tjald og hjólhýsasvæði landsins. Hjólhýsi verða sí vinsælli meðal frænda okkar á kostnað “hyttunnar,” eða sumarbústaðanna. Málið er að það er nefninlega öllu líflegra á hjólhýsasvæði þar sem búið er að planta á annað hundrað hjólhýsum heldur en að hýrast í einmanna hyttu og spila ólsen ólsen við kerlinguna alla helgina.

Á svæðinu þar sem við höfum plantað okkur niður eru 135 hjólhýsi sem standa þar allt árið.Við erum stálheppin að því leyti að það liggur rétt við sænsku landamærin. Það gerir öll aðföng u.þ.b. 40% ódýrari en að versla í kaupfélginu í Noregi. Gott dæmi um það er að 500gr. mörbráðarbiti, af úrvals tarfi, kostar ca 900 krónur. Rauðvínið sem maður svolgarar tuddanum niður með kostar ca 600 kr. l og koníakið með kaffinu um 2800 kr flaskan. Norðmenn kaupa gjarnan VSOP koníak. Og vilji maður hella meira upp á sig fær maður Vodka og Gin flöskurnar á milli 2000 og 2500 krónur eftir tegundum. Sjálfsagt halda Svíarnir sínu Absalútt vodka rándýru en það skiptir mig engu því mér finnst það versta vodka sem ég hef smakkað. Má ég nú biðja um Eldur ís.

En hvað um það. Nú erum við gömlu hjónin búin að koma okkar Knaus Azur 610 í gott stand. Það var tiltölulega lítið mál enda vel frá öllu gengið fyrir veturinn. En ekki voru allir jafn heppnir. Sumir komu að niðurbrotnum fortjöldum og vögnum í hinu versta standi. Grill, borð, stólar og sólhlífar liggjandi tvist og bast um hjólhýsasvæðið. Lítið huggulegt við það en það er ekki mitt vandamál. Als ekki. Enda er ég hirðusamur með afbrigðum. Stundum einum of og hirði það sem aðrir eiga. Það hefur heldur ágerst hér í Noregi enda hirða Norðmenn allt sem þeir finna og vita ekki hverjir eiga. Þess vegna eru þeir orðnir svona ríkir. Það er ekki bara af olíunni sem þeir næra sig á.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

3 Comments on “Hjólhýsatímabilið brostið á”

 1. Guðný Anna Says:

  Assgoti hlýtur að vera gaman í ykkar hjólhýsa-bekk.
  Vildi alveg koma í heimsókn og þiggja lundir og rauðvín, svo maður tali ekki um koníak og kaffi.
  Það er svo gaman að hugsa þetta, að það er næstum eins og að koma!
  Góðar kveðjur til Noregs!

 2. Gudni Says:

  Komdu bara í hvelli og við fýrum á grillið með öllu tilheyrandi.

 3. Matti Says:

  Ef ég kem þá hirði ég með mér eitthvað að éta!


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: