Danska aðferðin!!

Prófaði dönsku aðferðina í dag og búmmaði all svakalega. Gerði mér greinilega ekki grein fyrir hvílík hamhleypa ég er þegar ég tek til hendinni.
Ég fór nákvæmalega eftir reglunni með tímann. Meinið var bara að ég áætlaði of langan tíma á svæðin sem þrífa átti. Þess vegna endaði ég með því að drolla á sömu fermetrunum löngu eftir að ég var búinn að taka til á þeim. Það er nefninlega tíminn sem skiptir máli en ekki yfirferðin. En fínir voru fermetrarnir þegar klukkan hringdi. Notaði nefninlelga símann minn eins og klukku í íþróttahúsi og hugsaði eins og sannur íþróttamaður; “Það er ekki búið fyrr en það er búið” og klukkan og dómarinn ráða för.

Fyrir næsta fimmtudag ætla ég að sökkva mér í sjálfsstúdíu með það að markmiði að þekkja sjálfan mig áður en ég tek afþurkunarklútinn í hönd. Það er nefninlega góður eiginleiki að þekkja sjálfan sig.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

5 Comments on “Danska aðferðin!!”

 1. Björn J Says:

  Ég ræð þér eindregið frá því að kynnast sjálfum þér of vel. Það gæti leitt til þess að þú hættir að blanda geði við aðra. Þetta gæti ég útskýrt nánar en legg til að þú veltir fyrir þér hvað liggur að baki.
  Annars er ég að hugsa um að prófa svæðisvörnina hér á heimilinu næst þegar til stendur að gera skurk í hreinlæti. Frábær hugmynd þar á ferð fyrir sveimhuga eins og mig. Ef vel gengur mun ég kynna þetta öðrum aðilum sem hugsanlega kæmu að hreinlætismálum og breyta síðan í maður á mann þegar börnin verða eilítið eldri.
  Svo er skemmtilegt að velta fyrir sér hvort menn eru ekki búnir að vera erlendis of lengi þegar þeir fara að sletta orðum frjálslega sem (mér vitanlega) eru ókunn sem slettur á íslensku. Kannast lesendur við sögnina að búmma í merkingunni skjóta yfir markið, feila, kiksa???

 2. Gudni Says:

  Þakka þér fyrir góði vinur.

  Ég veit að ég get ævinlega tekið það sem guðsorð sem tunga þín talar og hönd þín ritar.

  En þetta með að að “búmma”. Þessi sögn er mjög algeng í íslensku sjómannamáli og er notuð þegar skipstjóri hefur kastað loðnunót eða síldarnót án þess að fá blautt bein í kastinu. Sem gamall sjómaður er þessi sögn mér ansi töm. Mér finnst gaman að Norsarar skuli nota hana í svipaðri merkingu.

  En hreinlætisaðferðin er góð. Ég ætla ekki að gefast upp á henni þrátt fyrir “búmm” í fyrsta kasti.

  Megir þú og þín fjölskylda eiga ánægjulega langa helgi.

 3. Björn J Says:

  Þar komst upp um landbúnaðarþorparann, á meðan jafnaldrar mínir annars staðar á landinu fóru í löndun eða aðgerð handlék ég ylvolgar gærur í sláturhúsinu – þekki ekki þessa notkun á sögninni að búmma. Reyndar á ég í reynslubankanum eina nótt sem vigtarmaður við Borgarneshöfn. Man að ég ætlaði að hlusta á Jethro Tull alla nóttina til þess að halda mér vakandi, en svo reyndist ómögulegt að landa áburðinum vegna bilunar í skipskrananum. Sjómennskuferillinn var farsælli, en tvo daga var ég aðstoðarmaður á hraðbáti á Borgarfirði. Verkefnið fólst í viðgerð á rafstreng. Má eiginlega segja að þetta hafi byrjað með því að finna og fiska upp strenginn – það sem menn kalla línuveiðar, trúi ég.
  Go´ hælg!

 4. Matti Says:

  Nei, Björn hefur ekki átt mörg búmmskot um ævina, hvorki með fæti né höfði. Til hamingju með daginn annars, félagar!

 5. Gudni Says:

  Hélt til í hjólhýsinu mínu í Aremark um helgina. Tók niður vetrarfortjaldið og setti upp sumarfortjaldið og þreif. Kom ekki við dönsku aðferðinni í í Aremark þar sem ég hafði konuna yfir mér. Það var því al íslensk “jaxlaaðferð” sem beitt var enda var ég nokkuð röskur með að leysa verkefni mín af hendi. Varð að vera það þar sem góðir leikir voru í sjónvarpinu. Keypti mér 21 tommu tæki til að hafa í hjólhýsinu áður en ég rendi suður í Austfold. Þar með sá ég Brann lumbra á Vålerenga. Verst að minn góði nemandi, Ólafur Örn Bjarnason, var meiddur og gat ekki tekið þátt í gleðinni á Brann stadion fyrr en eftir leik. En félagi hans í miðverðinum, Krisján Sigurðsson, hélt merkinu á lofti og var besti maður vallarins að mati nokkura sérfræðinga, m.a. Nils Johan Sembs, fyrrum landsliðsþjálfara. Miðverðirnir klikka ekki.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: