Íranskar konur aftur á völlinn

kvinnemedhatt.jpg
Sjá. Konurnar hafa tekið gleði sína á ný

Stórkostleg breyting, til batnaðar, varð á högum íranskra kvenna á dögunum þegar hinn ástsæli forset þeirra, Mahammoud Ahmadinejad, gaf þeim leyfi til að skreppa á íþróttaviðburði á ný. Eins og allir muna bannað ayatolla Kómení stelpunum að láta sjá sig á almannafæri nema heildekkðar af burkan og harðbannaði þeim að koma nálægt fótboltavöllum eða öðrum íþróttavöngum. Þetta var árið 1979 þegar Kómení kom heim frá Frakklandi og gerðist leiðtogi þjóðar sinnar eins og Móse sálugi gerði þrjúþúsund árum áður.

Óyndi kvennanna varð að vonum mikið þegar þær gátu ekki lengur horft dreymandi augum á fótleggi hetja sinna. Óyndið náði með tímanum svenherbergjum þeirra og sængurbrögðin urðu máttminni eftir því sem árin liðu. Karlarnir urðu líka leiðir. Það var þá, 27 árum eftir Kómeníbannið, sem Mahammoud sá að þjóð hans var að komast í útrýmingarhættu og við því varð að bregðast. Hann aflétti vallarbanninu og konurnar tóku gleði sína á ný og strax sama kvöld höfðu karlar meiri gleði en lengi áður af að sænga hjá konum sínum. Sumir eru heppnir og allt að sex konum og þeirra gleði varð að sjálfsögðu mest.

Nú er Íran ekki lengur í útrýmingarhættu sökum tregleika í barneingnum. Og forsetinn er búinn að gera Bush og tindátum hans erfiðara fyrir með að eyðileggja írönsku atómstöðvarnar. Baráttuþrek íranskra karla hefur nefninlega aldrei verið meira en nú. Þakkað geta þeir forseta sínum sem gaf konum þeirra nýtt líf.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: