Svenni selur

SPORT_SOCCER__Svenn_391523d.jpg

Þá hefur hinn sænski landsliðsþjálfari Englands, Sven Göran Erikson, sett hús sitt við Regents Park í London á sölu. Ekki seinna vænna því karlinn hættir með landsliðið á miðju sumri og vill koma sér burt.

Svenni vill fá sitt fyrir húsið eða 3 milljónir punda. Sjálfur keypti hann húsið á 2,55 milljónir svo hagnaður hans af húseigninni verður milli 60 og 70 milljónir ísl. króna. Húsið þykir gott á enskan mælikvarða. Hefur fallegan garð og góð einkabílastæði ef marka má Telegraph News. Þrú svefnherbergi finnast í húsinu og 2 baðherbergi ásamt tveimur stofum. Sem sagt hin eigulegasta fasteign.

En nú er Svenni á síðustu metrunum í djobbinu og hann snýr ekki frá Englandi sem neinn fátæklingur eða beinigarmaður. Svíinn fékk á sínum tíma 2 milljónir punda fyrir að skrifa nafnið sitt undir samninginn við enska kanntspyrnusambandið og í mars 2004 endurnýjaði hann samninginn og fékk þá 4 milljónir punda fyrir undirskriftina. Heildarlaun þjálfarans munu nema 25 milljónum punda þegar hann lætur af starfi í sumar svo fremi Englendingar verði ekki heimsmeistarar. Þá hækka þau um eitthvert lítilræði.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sport

One Comment on “Svenni selur”

  1. Guðný Anna Says:

    Hæ aftur; vísa í komment mitt á næstu færslu á undan; hitti víst ekki á nýjasta staðinn! Kveðja, aftur…(:-)


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: