Ungir muslimar vilja fleirkvæni í Noregi

brudekjole_liten.jpg Muslimsk stúlka í brúðarkjól

Nokkur umræða er nú í gangi meðal muslima í Noregi, einkum af yngri kynslóðinni, um fleirkvæni. Ungir menn eru arfavitlausir yfir því að geta ekki átt eins og “sixpack” af konum. Þeir segja að allir rétttrúaðir muslimar fylgi fyrirmælum Allah og Allah hefur leyft fleirkvæni og fleirkvæni vilja þeir. Gallinn er bara sá að fleirkvæni er bannað samkvæmt norskum lögum. Þ´vi er nú andskotans ver fyrir muslimana. Þeir beita reyndar sömu rökum og kristnir gera af og til og spyrja hvort norsk lög séu æðri lögum Allah. Annað sem ungu mennirnir taka ekki alltaf með í reikninginn heldur er að ungar konur eru ekki sérlega ginkeyptar fyrir að hafna kanski sem kona númer 2 eða 5.

Þeir sem hafa lesið þá ágætu bók, Bóksalinn í Kabul, hafa fengið vitneskju um eymd þeirra kvenna sem settar eru til hliðar eins og slitnir skór. Sjálfsmynd þeirra hrynur og þær hafa það alls ekki svo gott. Enn það er nú einu sinni svo að í islam er konan eign karlsins en hjónabandið ekki sameign hjónanna eins og í Noregi og miklu víðar. Þess vegna vilja muslimarnir í Noregi fá norskum lögum breytt þannig að þau falli betur að islamskri menningu.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

7 Comments on “Ungir muslimar vilja fleirkvæni í Noregi”


 1. Þetta ætti auðvitað ekki að vera flókið mál.

  Svarið er “nei” og “kemur ekki til greina”.
  Mönnum er svo auðvitað í sjálfvald sett hvort þeir sætti sig við það. Leiðin hlýtur að vera, að stofna um þetta stjórnmálahreyfingu og sjá hvað kemur upp úr kjörkössum.
  Ef það þrýtur – vantar eflaust ekki löndin þar sem fjölkvæni er leyft.

  Annars má maður víst ekki tala svona. Þeir sem ekki eru algerlega beygðir undir að varpa öllum gildum fyrir sérþarfir trúaðra; eru auðvitað rasistar og ekkert annað……að sögn.

  Átta þessir ágætu menn sig annars á, að jafnréttislög gilda (væntanlega) líka í Noregi – og því myndu konur (múslimskar jafnt sem aðrar) öðlast sama rétt við lagabreytinguna?

 2. gudni Says:

  Ég er ekki viss umn að jafnréttislög finnist í hugum flestra karlmanna sem lifa samkvæmt boðskap islam. Ég þekki sjálfur marga muslima. Flestir eru þeir fínustu menn en eiga erfit með að skilja “jafnréttisþvaður” okkar á vestrulöndum og telja það mein í samfélaginu þar sem bæði karlar og konur tapa virðingu sinni.

  Það sem mér hefur komið mest á óvart er að margar konur á miðjum aldri sætta sig fullkomlega við að vera eign eiginmanna sinna. Ég vinn með tveimur vel menntuðum konum frá Pakistan. Báðar giftar menntuðum mönnum en þær hafa gjörólíkt sýn tilveru á sina hér í Noregi. Önnur hefur tileinkað sér lög, reglur og hefðir landsins sem hún og hennar maður kusu að flytja til. Hin sættir sig við lög og reglur en ekki hefðir vesturlandabúa. Hún segir t.d. að maðurinn megi berja eiginkonu sína ef hún hefur verið honum ótrú. Maðurinn stjórnar algerlega lífi hennar og þannig á það að vera segir segir hún.

  Þessi hugsunarháttur og það að austrænir innflytjendur safnast saman í borgunum, eftir því hvaðan þeir koma, er orsökin fyrir því að “Litla-Islamabad” verður til í miðborg Óslóar. Á torfunni sem ég starfa á í miðborginni eru t.d. 5 moskur. Tvær pakistanskar, tyrknesk, sómölsk og ein handa Marokkómönnum. Hægt er að heimsækja allar þessar moskur á 20 mínútum með því að rölta rólega á milli þeirra.

  Það er því mjög mikilvægt að öllum innflytjendum sé gert að læra tungumál þjóðarainnar sem þeir kjósa sér að setjast að í og kenna þeim síðan á samfélagið og skaffa þeim vinnu svo þeir eigi auðveldara með að finna sig sem fullgildir og gagnlegir borgarar æi samfélaginu. Held að það myndi koma í veg fyrir mörg “nýbúavandamál”.

 3. Siggi Says:

  Ég held að fjölkvæni viðgangist á vesturlöndum, t.d. Íslandi. Það er reyndar sérstök tegund sem kalla mætti “raðkvæni” Fyrst ná ´menn sér í eina konau, síðan er henni skilað og menn ná sér í aðra o.s.frv. Þetta á að sjálfsögðu líka við um konur. Þær stunda “raðveri”

 4. Guðný Anna Says:

  Gamli vin!
  burtséð frá fjölkvæni, dönsku aðferðinni í hreinlætisviðhaldsmálum og fleiru, þá er ég voðalega glöð að vera búin að uppgötva bloggsíðuna þína! Uppgötvaði hana via bloggsíðu Hörpu Hreins. Hef verið að voma yfir bloggíðum gamalla (og síungra) Eskfirðinga en ekki orðið ágengt fyrr en í dag. Ef þú veist um fleiri, endilega leyfðu mér að heyra.
  Gaman að lesa síðuna þína.
  Bestu kveðjur til Noregs frá Bryggjuhverfi!


 5. Heil og sæl vinkona.

  Held að síungir Eskfirðingar séu latir á blogginu. Engin af jafnöldrum mínum bloggar. Og þó hann Óli vinur minn sé glöggur drengur þá dugar lætur hann sér nægja að kveikja á tölvunni og horfa á skjámyndina. Árni er nú ekki kominn lengra í tækninni en svo að enn finnst honum best að nota blýant og strokleður. Helst gamalt dót keypt í Pöntun.

  Annars sá ég síðuna þína líka hjá Hörpu og reyndi að senda þér póst en kom honum ekki í gegn kvernig sem ég reyndi. Ætli við séum svona 52 árgangurinn frá Eskifirði.

  Bestu kveðjur frá Gjerdrumhæðum. (Með útsýn yfir hálfan heiminn)

 6. Guðný Anna Says:

  Já, ég hef virkilega reynt það að gamlir vinir okkar að heiman eru bæði tölvupóstfælnir og blogglatir. Sendi árgangnum mínum bréf í sniglapósti með frímerki og allt. Var búin að gleyma bragðinu af frímerkjalíminu…! Ætlar þú að koma í sumar? Það vona ég sannarlega. Kíki við hjá þér, við og við! Bestustu, GAA

 7. Gudni Says:

  Ég ætla að koma í sumar og er þegar farinn að hlakka til þess. Er að setja saman geisladisk með lögum sem gjaranan voru leikin í djúboxinu á Veitingastofunni Nýborg áður en hún varð eldi að bráð.

  Frímerkjabragð: Minnir mig á Tona Boga. Þegar Hjörvar og Jón í Steinholti byrjuðu að vinna í bankanum í gamladaga sagði Toni þeir væru frímerkjasleikjarara. Jón fékk að sleikja frímerki upp að verðmæti 2.50 kr. Hjörvar mátti sleikja frímerki sem kostuðu allt að 5 krónum. En frímerki sem voru dýrari en það sleikti bankastjórinn sjálfur því hann treysti þeim ekki fyrir ábyrgðinni sem því fylgdi.

  Þetta getur sjálfsagt passað ef maður skoðar feril félaganna í Landsbankanum. Jón er enn óbreyttur á Eskifirði en Hjörfar hefur komist upp í útibússtjórastöður víða á landinu.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: