Norskir millar vilja eignast Liverpool FC

1145710306978_922.jpgNorðmenn vilja kaupa Liverpool FC

Norski athafnamaðurinn, Öystein Stray Spetalen, hefur sent stjórn knattspyrnuliðsins Liverpool hugmyndir sínar um að kaupa meirihluta hlutafjár í félaginu. Síðast liðin þrjú ár hefur stjórn Liverpool verið á höttunum eftirm fjárstrekum aðilum til að koma með nýtt fjármagn inn í félagið sem nota á til að fjármagna nýja heimavöllin í Stanley Park og eins til að liðið geti keppt við Chealsea á leikmannamakaðnum. Einhverra hluta vegna hefur ekkert orðið af því að nýjir fjárfestar hafi komið inn í félagið þrátt fyrir að margir hafi lýst áhuga. Nú hefur stjórnin hinsvegar sent öllum hluthöfum í félaginu bréf þar sem þeim er gert grein fyrir því að hún eigi í viðræðum við fjársterka aðlia um kaup á hlut í félaginu.

Öystein Stray Spetalen, sem er sterkefnaður viðskiptajöfur og meðal auðugustu manna í Noregi, er ekki ókunnur rekstri kanttspyrnufélaga þar sem hann var ein stærsti hluthafinn í Noregsmeisturum, Vålerenga, áður en allt fór í bál og brand þar fyrir nokkrum árum síðan. Nú vill hann aftur koma að rekstri knattspyrnufélags og Evrópumeistararnir er liðið sem hann vill. Ef af verður kaupunum mun viðskiðtafélagi hans, hóteljöfurinn, Petter Stordalen og knattspyrnustjóri Lilleström, Jan Åge Fjörtoft, með í fjárfestingunni. Jan Åge þá flytja sig um set frá Åråsen Stadion til Anfield þar sem hann mun verða einn af rágjöfum Lilverpool. Fjórði Norðmaðurinn í fjárfestingarhópnum er Christian Eidem. Tilboð fjórmenninganna í meirihluta hlutabréfa í Liverpool mun vera kringum 20 milljarða íslenskra króna.

Fyrir nokkrum árum keyptu félagarnir Kjell Inge Rökke og Björn Rune Gjelsten knattspyrnufélagið Wimbeldon sem þá lék í úrvalsdeildinni. Þeir urðu þar með fyrstu Norðurlandabúarnir til að kaup knattspyrnulið í ensku úrvalsdeildinni. Fjárfeting þeirra mislukkaðist herfilega. Með Egil Drillo Olsen sem þjálfara féll Wimbeldon og norsku félgarnir töpuðu 2,5 milljörðum ísl. kóna á ævintýri sínu áður en þeir seldu félagið.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sport

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: