Áttræður og rotaði innbrotsþjófinn

Eftirlaunaþegum er aldeilis ekki öllum allar bjargir bannaðar. Smiður nokkur í Noregi, sem gerðist eftirlauaþegi fyrir rúmlega 10 árum, sýndi og sannði um páskana að oft er töggur í þeim gömlu. Hann vaknaði við þann vonda draum að inbrotsþófur hafði brotist inn í íbúð hans. Sá gamli fór að sjáfsögðu á stjá en gætti ekki að sér þar sem þjófurinn náði taki á honum og tók hann föstu hálstaki að hætti Skarphéðins fyrir ríflega 1000 árum. En öldungurinn hafði krafta í kögglum, eins og Skarphéðinn, og breytti þegar vörn í sókn. Hann sleit sig lausan þreif til þjófsins og hét honum föstum meðan hann hringdi á laganna verði. En þjófurinn gaf sig ekki og komst undan en ekki langt. Þegar fangbrögð Skarphéðins dugðu ekki lengur var það sjálfur Muhammed Ali sem varð karlinum að andagift. Hann stökk á þjófinn, sem reyndi að flýja, og barði hann hreinlega í spað. Mörbankaði hann semsagt eins og Norsarar segja. Þar með þurfti lögreglan að þvæla honum á heilsugæsluna þar sem hasuinn ná honum var saumaður saman áður en hægt var að yfirheyra kauða.

Gamli maðurinn sagði að sér hefði þótt ónotalegt þegar hann var tekinn hásltaki í myrkrinu en verst hefði honum þótt að þurka upp blóðpollinn af stofugólfinu.

VIð yfirheyrslur í dag játaði þjófurinn þegar á sig innbrotið og verður sennilega langt að bíða að hann ráðist aftur til atlögu við innbrot hjá pensjónistanum sterka.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: