Hvort eigum við að hlæja eða gráta

“Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 18 ára gamlan karlmann, Tind Jónsson, í 6 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps með því að ráðast að manni, vopnaður stórum hnífi eða sveðju og höggva ítrekað í höfuð hans og líkama. Sá sem fyrir árásinni varð fékk fékk sprungur í höfuðkúpu og blæðingu á yfirborði heilans og mikinn skurð á hægri hendi auk fleiri áverka.

Tindur var einnig sakfelldur fyrir fjórar aðrar líkamsárásir. Í fyrsta lagi fyrir að slá mann ítrekað með vopni sem á voru einn eða fleiri gaddar”….

Ofanrituð frásögn er klippt út úr mbl.is að kvöldi 12. april 2006. Og nú spyr ég. Hvenær ætla íslensk dómsmálayfirvöld að byrja á því að taka á glæpamönnum og dæma þá til bertunarhússvistar í samræmi við glæpina sem, þeir fremja. Í löndum þar sem virðing er borin fyrir borgurum, lögum og reglum hefði þessi Tindur fengið amk 10 ára fangelsisdóm og engin hefði hneykslast. Héraðsdómur Reykjavíkur meðhöndlar hann hinsvegar eins og óþekkan KFUM dreng.

Nauðgarar og barnanýðingar, svo framalega þeir verða dæmdir, fá eins og hálfs árs til tveggja ára dóma fyrir að leggja líf einstaklinga sem þeir nýðast á í rúst. Sé ekki alveg samræmið í að eyðileggja kanski 50 til 70 ár af æfi einstaklinga en þurfa svo aðeins að borga fyrir sig með tveimur árum í fæði og húsnæði hjá skattgreiðendum.

Það er löngu kominn tími til að gera róttækar breytingar á hegningarferlinu á Íslandi í þá átt að gera það hliðhollara fórnarlömum og aðstendendum þeirra en glæpamönnum og þeim sem þeim næst standa. Til hvers erum við annars að halda úti dómsmálaráðuneyti, dómstólum og réttarfari ef að réttlætið er fótum troðið?

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: