Birkir Bjarnason. Nýtt nafn í norska boltanum

birkir1.jpg Birkir Bjarnason. Mynd: Dagbldet

Þá byrjar norski boltinn að rúlla í úrvalsdeildinni í dag. Sem fyrr eru nokkrir Íslendinar sem setja mark sitt á leikina og í dag er það spurningin sem margir velta fyrir sér hvort hinn 17 ára gamli Birkir Bjarnason frá Akureyri fái sæti í byrjunarliði Víkinganna frá Stavanger. Birkir hefur leikið 3 síðustu æfingaleiki félagsins og staðið sig mjög vel í þeim. Norskir sparkfræðingar hafa veitt honum athygli og hrósa honum í hástert. Þá hefur þjálfarinn hans hinn sænski Tom Prahl farið fögrum orðum um frammistðöðu táningsins og segir hann hafa allt sem ungan knattspyrnumann prýði. “Hann er sterkur og fljótur og hefur góðan knattspyrnuskilning” segir Prahl og bætir við að það eina sem vanti hjá Birki sé meiri og betri knatttækni enda sé drengurinn aðeins 17 ára gamall og hafi nógan tíma til að bæta sig þar. Viking heimsækir Hamar í dag og etur kappi við Hamar Kammeratene og ætti að eiga góða sigurmöguleika þar sem þeim er spáð einu af toppsætunum meðan Ham Kam er spáð erfiðri fallbaráttu.

Það verður því spennandi að fylgjast með Birki sem segist vera ákveðinn að vinna sér fast sæti í Víkingssliðinu í sumar.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sport

One Comment on “Birkir Bjarnason. Nýtt nafn í norska boltanum”


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: