Tíðindalítill laugardagur

Dagurinn rann upp frekar grár. Eins og venjulega byrjaði ég daginn með að horfa á vini mína Lassý og þá Bonanza feðga. Finnst alltaf notalegt að horfa á bíómyndir sem enda vel. Lassý bjargaði úlfi sem var að dauða kominn en í Bonanza var Hoss í aðalhlutverki í dag. Hann var ástfanginn í morgun og lengi leit út fyrir að ást hans væri endurgoldin en svo var náttúrulega ekki. Annars eru þessir þættir fínasta uppeldisfræði.

Ég hef að mestu eytt deginum með myndavélinni minni og tölvunni og er afskaplega hamingjusamur með það. Hafði því ekki tíma fyrir enska boltann sem telst til stórtíðinda á heimilinu. Er að fikra mig áfram með Canon 350 D og gengur misjafnlega. En það kemur. Mæli eindregið með vélinni.

Annars eru Óslóarbúar og aðrir þeir er búa austan fjalls orðnir verulega þreyttir á biðinni eftir vorinu sem hefði átt að vera komið fyrir hálfum mánuði. Nú, 8. apríl kl 18:15, snjóar og ég er að skvera mig út á svalir til að grilla grís. Verð sem sagt ekki með muslima í mat í kvöld.

Ég bauð islömskum vini mínum frá Íran í mat á dögunum og gaf honum hákarl sem hann skolaði niður með íslensku brennivíni. En þegar ég bauð honum upp á punga fanst honum nóg komið af því góða. Hann snæðir því hvorki hrútspunga né grísakjöt en er samt ekki heittrúaðri en svo að það er í lagi með bjór og brennivín í hófi.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt, Musikk

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: