Líkbíllinn í árekstri

Líkbíll lenti í árekstri á Sarsgötunni, við skólann minn, með þeim afleiðingum að fresta varð jarðarför um óákvðinn tíma. Kistan gaf sig nefninlega í árekstrinum þannig að gafl og hlið létu undan og líkið birtist hverjum er leið átti hjá og vildi líta á hinn látna. Syrgjendur urðu að sjálfsögðu öllu sorgmæddari við þessa óvæntu töf og mörg aukatár hrundu niður hvarma líkfylgdarinnar sem fylgd með í fjórum eða fimm bílum. Lögreglan mætti skjótt á staðinn og víggirti líkbílinn með borðum sínum. Um tíma, þegar mest gekk á með borðann, hét ég að löggan ætlaði að binda kistuna saman með politi-borðanum. Svo var þó ekki.

Þegar ég hafði smalað saman nemendum mínum var löggan í óðaönn að yfirheyra líkbílstjórann og vitleysinginn sem ók í veg fyrir hann. Vonandi er nú sá látni kominn í gröfina og hefur þegar fundið friðinn hjá þeim sem tekur á móti okkur öllum þegar við þvælumst yfir móðuna.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sögur úr skólanum

5 Comments on “Líkbíllinn í árekstri”


 1. Fjandinn hafi það. Eins og klippt úr Peter Sellers mynd.

  Það hlýtur þó að teljast til algerra undantekninga að líkbílar lendi í árekstri?! Frekar að ofurpirraðir ökumenn sem þola ekki hægferðina lendi í vandræðum í framúrakstri.

 2. gudni Says:

  Nákvæmlega. Í þessu tilfelli var það óþolinmóður og pirraður muslimi sem átti alla sök á óhappinu. Hann hefur sjálfsagt haft litla meðaumkun með þeim sem fylgdu krossmerktum líkbílnum. Alla vega ef marka má á hátterni drengsins eftir óhappið. Hann hundskammaði ökumann líkbílsins.

 3. Lára Says:

  Merkilegt! Keyra á líkbíl og vera svo pirraður! En svo er stundum að menn bregðast undarlega við þegar þeir verða fyrir áfalli. Kannski var það bara þannig…

 4. gudni Says:

  Pilturinn hafði mestar áhyggjur af skrámunni sem BMW-inn hans fékk. Sá var þannið að sauðsvartur almúginn getur aðeins kátið sig deryma um ámóta bíl. Og gullið sem hringlaði um háslinn og úlnliðina kostar örugglega tvenn eða fleiri mánaðarlaun kennara í Hafnarfirði.

  Annars eru nú flestir marokanskir muslimar afskaplega prúðir og elskulegir. Þekki það vel vegna þess að þeir eru með mosku við hliðina á skólanum mínum og hitti þá á hverjum degi. Drengurinn á BMW-inum tilheyrir söfnuðinum þar.

 5. Skúli Says:

  Ég hélt að svona slys yrðu bara í farsakenndum bíómyndum!


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: