Úr landi með aldraða

cci-Aft-20060111-1-_108088a.jpgKarl Ivar Hagen Leiðtogi Framfaraflokksins

Aðeins meira af norska Framfaraflokknum sem heldur áfram að vaxa og vaxa.

Nú vill flokkurinn flytja sjúka og aldraða úr landi og byggja þeim skjól í löndum eins og Spáni og Portugal þar sem mun ódýrara er að annast þá en á yfirfullum öldrunarbústöðum í Noregi. FLokkurinn vill semsgast ekki eyða miklum peningu í að byggja nýjar þjónustuíbúðir eða elliheimili í Noregi þegar hægt er að komast af með 60% lægri útgjöld til málaflokksins í suður álfu. Forráðamenn flokksins segja líka að það sé draumur flestra þeirra sem nýta sér þessa þjónustu að komast í sólina í suðri en fátækt hamli för. Nú vill flokkurinn hjálpa sólþyrstum gamlingjum að sleikja sólina á Kanaríeyjum, Spáni og Portugal vitandi það að samfélagið sparar milljónir króna á hverjum degi með því að losa sig við öldungana úr landi. Byggingar, þjónusta og neysluvarningur er nefninlega á gjafverði á Spáni og Portugal miðað við kaupfélögin í Noregi.

En Norðmenn eru ekkert að finna hjólið upp í þessu máli. Þjóðverjar stunduðu þetta á 7. og 8. áratugnum. Þeir áttuðu sig á því að það voru ekki bara í byggingum og þjónustu sem þeir gátu sparað pening. Nei og nei. Gamla fólkið lifði nefninlega skemur í hitunum á sólasrströndum. Samfélagið sparaði því stórfé á að þurfa ekki að greiða öldungunum lífeyri jafn lengi og hefðu þeir búið í áfram í Þýskalandi og lifað kanski tveimur árum lengur.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

4 Comments on “Úr landi með aldraða”

 1. Eyja Says:

  Úff, er ekki bara málið að fllytja þetta framfaraflokkslið úr landi? T.d. eins langt suður á bóginn og hægt er, nóg er plássið á Suðurskautslandinu.

 2. gudni Says:

  Sammála þér Eyja. Flytja flokkinn í heilu lagi á Suðurskautið og reisa svo Berlínarmúr í kringum hjörðina. Annars er margt af því sem þessi flokkur lætur frá sér fara með hreinum ólíkindum. En þar sem Frp hefur aldrei verið í stjórn og því aldrei þurft að bera ábyrgð orðum sínum er auðvelt fyrir flokkinn að segja nákvæmlega það sem hann heldur að fólk vilji heyra hverju sinni. Sumir segja slíkan málflutning lýðskrum. Aðrir trúa hverju orði sem Hagen og jensen ropa út úr sér. Þau eru bæði fljúgandi mælsk og kunna tæknina að fá áheyrendur til að trúa sér. Góður eiginleiki fyrir stjórnmálamenn það.

 3. Matti Says:

  Eini kosturinn við þessa tillögu er sá að þá losna Norðmenn brátt við karlinn Hagen. Við þekkjum það nú reyndar líka á Íslandi hvernig lýðskrumarar geta vaðið uppi…

 4. gudni Says:

  Hagen er þegar fluttur að hluta til úr landi. Býr í norskri nýlendu skammt undan Alicante. Þar hefur flokkur hans, Frp, þegar náð fótfestu meðal nýlendubúana sem sjálfsagt eru á kjörskrá bæði í Noregi sem og Spáni. Eftir því sem ég kemst næst er Frp fyrsti norski stjórnmálaflokkurinn sem er með virka stjórnmálastarfsemi utan Noregs


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: