Út með “aumingjana”

118-1858_IMG.JPG
Myndin er tekin á “sangsamling” í Lakkagata skóla í Ósló 2005 og á ekkert skilt með hugmyndum Hagens.

Framafaraflokkurinn í Noregi, sem nú er stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt könnunum, lætur sér allt mannlegt viðkomandi vera. Samt með öðrum hætti en félaginn úr Túninu sem sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi og bloggar samkvæmt því.

Það nýasta sem Frp leggur til norskra skólamála er að nú skuli henda öllum aumingjum út úr venjulegum skólabekkjum og þeim komið fyrir í sérdeildum eða sérstökum skólum. Þeir nemendur sem flokkurinn á við eru þeir sem eiga við námsörðugleika að stríða, ólátabelgir og fatlaðir sem þurfa á meiri aðstoð að halda en A4 nemandinn sem situr sæll og glaður í sæti sínu og brosir framan í kennarann. Hvað sem á gengur.

Ástæða þessarar frumlegu tillögu Framfaraflokksins er sú að þeir nemendur sem ekki geta fylgst með A4 kennslu hjálparlaust, eða lítið, taki allt of mikinn tíma frá fróðleiksfúsum A4 nemendum sem þá þurfa náttúrulega að sitja með stirðnað bros meðan þeir bíða eftir tilsögn lærimeistaranna.

Mig minnir að flokkun nemenda með þessum hætti hafi verið lögð af á Norðurlöndunum á seinni hluta síðust aldar. Í þessu tilfelli vinnur flokkurinn ekki eftir nafni sínu heldur hefur hann tekið 180° beygju og ber því með rentu nafnið Afturfaraflokkurinn.

Einhvernveginn held ég að gamli Glistrup, í Danmörku, hefði aldrei látið sér snilld bróðurflokks síns í Noregi til hugar koma.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

3 Comments on “Út með “aumingjana””

 1. Birkir Viðarsson Says:

  Sæll frændi. Loksons búinn að bóka þessa síðu hjá þér og þarf að demba mér í hana af áður óþekktum mætti á næstu misserum. Afsakið að hafa ekki spekkað þetta fyrr, er búinn að vera með hausinn fullann af skít og er allur í því að moka hann út.
  ÁFRAM BJÖRN BJARNA, ALLA LEIÐ!

 2. Birkir Viðarsson Says:

  Var ap lesa þetta. Svoan aftur-til-fortíðar pælingar virðast vera á hraðri uppleið víðsvegar. Sjáðu t.d. Breska Verkamanna flokkinn, þeir eru komnir svo langt til hægri að Björn Bjarna er farinn að líta út eins og Hjölli Gutt.

  En já þetta er ömurleg þróun.

 3. gudni Says:

  Og ekki bara það. Steigrímur S er eins og greiddur og strokinn KFUM drengur við hlið Tona í London


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: