Dyggð að svíkja samninga??

condoleezza_rice_US_220044c.jpg
Eigum við að treysta sveinum Condolezzu

Á sínum tíma gerði Hitaveita Suðurnesja samningi við varnarliðið á Kelfavíkurflugvelli um kaup á heitu vatni. Þetta var í kringum 1980. Vatnskaup kanans uxu og uxu með hverju árinu og brátt varð varnarliðið stærsti einstaki viðskiptavinur HS. Í millitíðinni hafa verið gerðar margar breytingar á viðskiptasamningi HS og varnarliðsins og meðal annars var komið inn ákvæði um að samningurinn væri óuppsegjanlegur af beggja hálfu.

En nú er komið babb í bátinn. Herinn er að fara og hefur ekkert með heita vatnið að gera eftir mitt sumar. Og þá bregst kaninn við eins og venjulega og vill svíkja samninginn. Þeir segja samningnum upp með 180 daga fyrir vara eins og gert var ráð fyrir að hægt væri í samningnum frá 1980. Annað hvort eru yfirmenn varnarliðsins ólæsir vitleysingar, sem ekki gata stautað sig fram úr breytingum á samningunum sem þeir sjálfir hafa samið um og undirritað, eða þeir eru hreinir og klárir svikarar. Ég held að síðari yrðingin eigi betur við. Það byggi ég á því að það er nánast sama hvar Bandaríkjamenn stinga niður fæti, sem “hjálpræðisþjóð” og gera samninga við aðrar þjóðir. Blekið er aldrei þornað á pappírnum þegar svikahrynan hefst.

Á sama tíma sem herinn reynir að svíkja Júlla í Hitaveitunni eru svo landsfeður vorir, undir forystu Geirs H. Haarde, að semja við þessa sömu svikara um að halda úti einhverskonar vörnum fyrir Ísland. Íslenskir samningamenn hafa aldrei kunnað að gera samninga við Kanann og því eiga þeir ekki að láta sér detta í hug að semja við svikarana. Íslenska þjóðin á að vera ánægð þegar hún er laus við soldáta Sáms frænda úr ranni sínum. En ráðamenn íslensku þjóðarinnar í gegnum árin geta hinsvegar nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki farið að dæmi Maltverja sem kröfðu Englendinga um greiðslu fyrir afnot af herstöð sinni á Miðjarðarhafseyjunni. Kaninn var nefninlega aldrei á Íslandi fyrir Íslendinga. Þeir voru þar eingöngu fyrir sjálfa sig og fyrir það áttu þeir að sjálfsögðu að borga.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: