Kennaraverkfall í Noregi

Þá er norskum kennurum nóg boðið. Í dag segja þeir hingað og ekki lengra og ganga út úr skólunum á hádegi til mótmæla hringli sveitafélaganna með vinnutíma þeirra. Náttúrulega eru kennarar í Ósló ekki með í aðgerðunum. Þeir semja sér við stjórn höfuðborgarinnar.

Þó verkfallið komi aðeins til með að standa í hálfan dag hefur það vakið miklum usla í hugum heimila og skólastjórnenda sem ekkert skilja í þessari vitleysu kennaranna. Forráðmenn sveitafélaganna eru líka arfavitlausir og segja verkfallið ólöglegt og óskiljanlegt að kennarar beiti verkfallsvopninu strax í upphafi samningaviðræðna. Sveitastjórnendurnir segja að kennararnir hafi ekki einu sinni haft tíma til að lesa í gegnum tillögurrnar þær séu svo nýjar.

Þarna sjáum við svart á hvítu að þessir kennarar, sama hvort þeir eru í Noregi eða á Íslandi, kunna ekki að skammast sín og heimta bara meira og meira. Þessir menn, sem vinna ekki nema brot af því sem aðrir launþegar þurfa að leggja á sig, hafa svo há laun að venjulegar launamaður myndi skammast sín fyrir að taka við launaseðlinum fyrir jafn litla vinnu.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

4 Comments on “Kennaraverkfall í Noregi”

 1. Matti Says:

  Ef við Eiríkur Brynjólfsson værum að kenna í Noregi væri þegar búið að gefa út 1. tbl. 2006 af “Veggelusa” og á Netinu í hvern kennarakrók og -kima landsins 🙂


 2. Það er með ólíkindum hversu fáir sækja í starfið…..svona miðað hversu mikið er “blammerað” á ykkur kennara fyrir meint þægindi.

  Sem “betur fer” er metnaður íslenskra yfirvalda svo lítill – að leyfilegt er að manna draumastöðurnar með ófaglærðum.
  Það er eitthvað sem skóli minna barna (Bretlandi) myndi aldrei….ALDREI…samþykkja.

 3. Skúli Says:

  Ég hef nú verið að fylgjast með öllu sem þú hefur frá að segja, mikið ansi er gaman að þessu. Verkfallið hér heima skilaði ekki miklu miðað við alla fyrihöfnina. Ég hef litla trú á kennaraverkföllum.


 4. Sæll Skúli og takk fyrir góð orð.

  Norðmenn eru öllu klókari en við þegar þeir efna til verkfalla. Þeir taka sára sjaldan út alla kennarana í einu nema þá í kanski einn dag. Þeir beita svona skæruverkföllum, Taka út bæjarfélög eða einstaka skóla og lama kennelsuna með þeim hætti meðan meirihluti kennara heldur áfram að kenna og borga með glöðu geði í verkfallssjóðinn.

  Annað sem Norsarar hafa fram yfir okkur er að atvinnustéttirnar hér dragast ekki eins mikið aftur úr eins og átt hefur sér stað á Íslandi síðust áratugina. Hér er verið að tala um launahækkanir upp á 3,5 – 4% og þykir mikið. Það sem norskir kennarar eru að mótmæla nú er að sveitafélögin eru einhliða að breyta vinnutíma kennaranna. Það fer alltaf meiri tími í allskonar skriffinsku og minna í það sem menn menntuðu sig til, að kenna börnum og unglingum.

  Sú var tíðin að kennarar, hjúkrunarkonur, eins og það hét þá og prestar voru með svipuð laun. Ég er nokkuð viss um að ef sú afstaða hefði haldist gegnum árin hefðum við losnað undan mörgum verkföllunum og gagnkvæm virðing væri á örlítið hærra plani en nú er


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: