Afhommun af himnum ofan

Biskup.jpgBiskupinn í Ósló, Ole Chr. Kvarme, sem vill afhomma samkynhneigða.
Nú er þar til máls að taka að biskupinn í Ósló sér hélt ræðu um helgina þar sem hann þar sem hann tíundaði að vel mætti lækna homma og lespíur af ónáttúru sinni. Hann tók þar með undir með síðasta kirkjumálaráðherra Noregs sem sagði í sjónvarpsumræðum fyrir tveimur árum að vel mætti afhomma samkynhneigða. Hún, ráðherrann fyrrverandi, sagðist sjálf þekkja fyrrverandi samkynhneigða sem hefðu látið af “kynvillu” sinni eftir fyrirbænir.

Nú í kvöld var svo umræðuþáttur á TV2 þar sem ummæli biskupsins voru eina umræðuefnið. Að sjáfsögðu mætti hann ekki sjálfur í þáttinn en sendi sannkristin svein sem hélt uppi málsvörnum fyrir staðhæfingar biskups. Sá ítrekaði enn og aftur að lækna mætti kynvillu. Því til staðfestingar sagði hann frá því að Biblían greindi frá mörgum kraftaverkum og að tími þeirra þyrfti ekki að vera úti enn sem komið er. Hann sagði ekkert því til fyrirstöðu að biðja til almættisins sér til lækningar af samkynhneigð því það væri alls ekki útilokað að drottinn bænheyrði sanntrúaða kynvillinga og gerði á þeim kraftaverk.

Þar höfum við það. Kraftaverk af himnum ofan eru rétta lyfið við samkynhneigð

En það sem hvorki ráðherrann fyrrverandi, núverandi biskup og alls ekki skósveinn hans hafa athugað er hvort samkynhneigðir, sem mörgum líður afskaplega vel í sínum samböndum, hafa einhvern áhuga á lækningu frá himnum. Þeim finnst örugglega að þeir séu ekkert veilli fyrir en ráðherrann, biskupinn eða skósveinninn og aðrir þeir sem hafa sömu kynhneigð og tríóið telur drottni þóknanlegt.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Hrokagikkir

4 Comments on “Afhommun af himnum ofan”

 1. Sigurður Arnarson Says:

  Assgoti gott niðurlag á þessari grein!

  Ætli mögulegt sé að nota fyrirbænir til að lækna framsóknarmenn?

 2. gudni Says:

  Ég held ekki Siggi minn. Framsóknarmenneska, alla vega á háu stigi, er ólæknanleg og dregur menn fyrr eða síðar til dauða. Það er ekkert að marka þó Stefán gamli í Flögu haf náð svona háum aldri. Hann er undantekningin.

 3. Matti Says:

  Þaðer náttlega alltaf spurning um góðan aftansöng!

 4. gudni Says:

  Mér hefur skilist að aftansöngur sé ekkert óalgengur í munkaklaustrum og jafnvel meðal presta kórdrengja hjá kaþólskum.
  Ekki eru allir sammála um að sá aftansöngur sé í samræði við hjálpræðið sem þessir sömu prestar bjóða söfnuðum sínum upp á frá predikunarstólnum á sunnudögum.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: