Ísland í NATO og herinn á braut

spaca3aaX1X.jpg
Norskir NATO hermenn sem misstu skriðdreka í gegnum ísilagt vatn og kostaði tvo hermenn lífið á æfingu fyrir stuttu.

Að fylgjast með NATO umræðunni á Íslandi er ævintýri útaf fyrir sig. Halda mætti að ríkisstjórn lýðveldisins væri andlega lömuð eða haldin heilaskaða sem truflaði minni hennar. Það hefur staðið til, allar götur síðan Geroge settist að í Hvíta húsinu og jafnvel mikið lengur, að Kaninn hyggðist fækka hermönnum sínum á erlendri grund. Ísland hefur allan tímann verið meðal þeirra landa sem George ætlaði kveðja lið sitt frá. Í stað þess að fagna því að við getum nú loksins þvegið fingraför bandaríska hersins, sem ekki er bara þekktur af hjálpræði sínu, af íslensku þjóðinni gráta ráðamenn og sjáfsagt nokkrir einstaklingar sem missa atvinnu sína þegar herinn fer heim.

Hámark niðurlægingar þjóðarinnar var þegar sá góði drengur og utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, fékk tvær mínútur til að gráta við pilsfald Gondólísu vestur í Whasington. Og um þessar mundir jarmar Össur í Póllandi yfir ráðviltum NATO-þingmönnum sem ekkert segjast hafa vitað af og þaðan af síður skilja í ákvörðunum sem teknar hafa verið í Hvíta húsinu síðustu misserin um að loka Keflavíkurstöðinni. Einna helst á Össuri að skilja að hann vilji gjarna fá pólska hermenn til að annast varnir lýðveldisins. Hvað er eiginlega í gangi í “varnarbandalaginu”. Veit ekki vinstrihöndin af því þegar sú hægri er í vasabiljard. Það er greinilega verulegt sambandsleysi yfir Atlandshafið þegar varnir Íslands eru ræddar í vestra.

Það er skiljanlegt að brottför hersins sé áhyggju uræðuefni í ríkisstjórn Íslands. Herinn er stór hluti af efnahagslífi þjóðarinnar. En áhyggjuefnið væri kannski minna ef ráðamenn hefðu ekki sofið á verðinum og verið búnir að tryggja fyrir löngu að Bush og félagar borguðu fyrir sig. Ég held að Halldór ætti að leigja sér míni-buss og taka ráðherralið sitt með sér í heimsókn til Hitaveitu Suðurnesja. Hún gæti lært af Júlla og félögum sem þar ráða ríkjum hvernig semja á við ótrygga bandamenn. Herinn, sem er langstærsti einstaki viðskiptavinur Hitaveitunnar, verður að borga heitavatnið sem hann kaupir í dag í mörg ár eftir að hann er horfinn af Miðnesheiðinni.

Nú er tími til kominn að Hjálpræðisherinn fái í bústaði Bandaríkjamannanna á vellinum til sinna nota. Þar fær hann allavega betri aðstöðu en hingað til til að hlúa að rónum og umkomuleysingjum sem leita á náðir hermanna algóðs guðs.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

2 Comments on “Ísland í NATO og herinn á braut”

  1. Sigurður Arnarson Says:

    Ég er ekki enn búinn að átta mig á hverju Bandaríkjaher á að vernda okkur fyrir. Hver er óvinurinn? Hvaða líkur eru á að erlendur her ásælist landið?


  2. Þetta er góð spurnig. En svarið er ekki einfalt. Ég hugsa að Björn Bjarnason, kirkjumálaráðherra sé eini einstaklingurinn í heiminum sem veit rétta svarið.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: