Misjöfn eru mannanna kjör

Ég komst ekki til að skrifa sögu úr skólastofunni á síðasta mánudag. þrykki samt einni inn hér. Ég veit ekki hvort ég er að brjóta trúnað með birtingu sögu stúlkunnar sem ég ætla að segja í dag. Treysti því, sé frásögnin trúnaðarbrot, verði farið mildum höndum um mig. Mér finnst einhvern veginn að saga afgönsku fjölskyldunnar eigi erindi til okkar allra sem lifum í vellystingum á Norðurlöndunum.

Fyrir nokkrum vikum síðan kom ný stúlka í 5. bekkinn minn. Hún var hæg og róleg. Talaði ekki mikið og það sem hún hafði lært í norsku var mállýska úr Sogn og Fjarðafylki svo ekki er auðvelt að skilja blessaða stúlkuna. Fjölskyldunni var nefninlega komið fyrir í því fylki þegar hún kom til Noregs.

Fyrir rúmlega tveimur árum síðan flúði faðir stúlkunnar land sitt, Afganistan, af pólitískum ástæðum. Útsendarar ríkistjórnar landsins voru á hælum hans þar sem hann hafði sett spurningarmerki við eitt og annað sem stjórnin aðhafðist. Honum var hjálpað að flýja til Pakistan þar sem hjálparfólk Sameinuðu Þjóðanna tók við honum og kom flutti til Noregs þar sem hann fékk öruggt skjól.

Þrátt fyrir að lífi húsbóndans væri ekki lengur ógnað var vandi fjölskyldunnar ekki leystur. Lögragla stjórnarinnar í Afganistan, sem íslensk og amerísk stjórnvöld að sjálfsögðu styðja, hafði upp á fjölskyldunni, konu, 5 börnum hjónanna og tveimur frændum og hóf að ógna henni segði hún ekki til húsbóndans.

Í fyrstu voru frændurnir barðir fyrir augum konunnar og barna hennar og henni hótað barsmíðum gerðu þau ekki eins og ríkisstjórnin vildi. Næst þegar þeir mættu á heimili fjölskyldunnar létu þeir aftur til skarar skríða gegn frændunum sem báðir voru á þrítugs aldri. Þeir létu ekki staðar numið þar heldur tóku einnig konuna og elstu dótturina 16 ára gamla og nauðguðu þeim báðum áður en þær voru limlestar með bareflum. Yngri börnun voru áhorfendur og gátu lítið annað gert.

Í þríðja sinn sem laganna verðir í Afganistan heimsóttu fjölskylduna beittu þeir vopnum,. Bæði léttum og þungum. Skotið var á húsið með vélbyssum til þess að svæla fjölskylduna út. Þar á eftir skutu þeir með fallbyssum áður en þeir hentu sprengjum inn í húsið. Það var áður en konan, elsta dóttirin og annar frændinn komu sér út. Húsið hrundi yfir fólkið. Konan hryggbrotnaði en dóttirin og frændin týndu lífinu. Þar með var aðeins annar frændinn eftir til að sjá um 4 börn á aldrinum 3 til 10 ára ásamt föðursystur sinni hryggbrotinni.

Í gegnum Rauða Krossinn og SÞ var börnunum fjórum og konunni komið til Noregs þar sem þau hittu fyrir föður sinn og eiginmann. Konan var í hjólastól og auk þess ólétt eftir nauðgarana. Eftir að konan varð léttari fluttist fjölskyldan að einhverjum ástæðum til Óslóar. Þar var henni komið fyrir í 70 m2 íbúð á 4. hæð í gamalli blokk án lyftu. Í hvert sinn sem konan þarf til læknis þarf maðurinn að byrja á því að bera hjólastólinn niður og út og sækja síðan konu sína á eftir.

Ég þarf ekki að segja neitt meira. Við getum öll ímyndað okkur hvernig þessi fjölskylda hefur það við þær aðstæður sem henni er gert að búa við. Það skal tekið fram Óslóborg vill ekkert fyrir fjölskylduna gera og segir að sveitarfélagið sem þau fluttu til fyrst beri að sjá um velferð þeirra.

Hver eru svo okkar vandamál við hlið fjölskyldunnar frá Afganistan?

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sögur úr skólanum

3 Comments on “Misjöfn eru mannanna kjör”

  1. Sigurður Arnarson Says:

    Takk fyrir þessa sögu. Okkar vandamál eru léttvæg við hliðina á þessum. Annars þyrftu íslenskir taglhnýtingar Bush-stjórnarinnar að frétta af svona framferði.


  2. Nákvæmlega. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvað aðhafst er m.a. í nafni íslensku þjóðarinnar á fjarlægum heimshlutum.

    Annars hitt ég föður stúlkunnar í gær. Kom mér verulega á óvart hvað hann er sterkur eftir allar þær raunir sem hann hefur mátt ganga gegnum síðustu árin.

  3. Matti Says:

    Það sem ekki gengur af manni dauðum styrkir mann. Það er gott að vita af manni eins og Dunna sem styður við bakið á þessum fórnarlömbum útþenslu- og yfirgangsstefnu heimsveldanna (sem reyndar eru þessa stundina aðeins eitt!).


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: