Líf og fjör í Moskunni

Stjórnmálamaður og glæpagengi. Járnstengur og hnífar. Heil fjölskylda í fangelsi. Allt kemur þetta við sögu í einhverjum mestu illdeilum semm átt hafa sér stað í pakistanskri mosku í miðborg Óslóar. Og þetta er moskan sem flestir nemendur mínir sækja og ég hef töluverð samskipti við einkum þegar ég þarf að fá lánuð bænateppi fyrir ramadan og aðrar mikilvægar bænastundir muslma.
Khalid Mahmood.jpg
Illdeilurnar blossuðu upp á yfirborðið sl. föstudag þegar raðist var að stjóirnmálamanninn Khalid Mahmood fyrir utan Jamaat-e Ahl-e Sunnat moskuna. Nokkrum tímum seinna ruddust fjöldi manna inn í moskuna, undir miðri föstudagsbæninni, vopnaðir hnífum og hafnboltakylfum og börðu á biðjandi muslimum.

Illindin í hinum islkamska söfnuðu hafa staðið yfir í 15 ár eða frá því núverandi imam tók við truárleiðtogaembættinu í moskunni í kjölfar þess að fyrirennari hans var rekinn úr embættinu. Síðustu tvö árin hefur lögreglan í Ósló reynt að miðla friði milli muslimanna án sýnilegs árangurs. Nú er ófriðurinn orðinn hinn ágætasta revía fyrir þá sem ekkert vilja með muslima gera í Noregi.

Bæði NRK og TV2 voru með umræðuþætti um illdeilurnar í gærkvöldi þar sem mótherjarnir sökuðu hver annan um lygar, óheilindi, drullusokkshátt og skítlegt eðli. Að sjálfsögðu sögðust báðir hafa sanneilkann einn að vopni og aðspurðir af þáttarstjórnendum sögðust báðir geta svarið, með hendur á bæði hjarta sínu og Kóraninum, að þeir sannleikurinn væri ljósið í lífi þeirra og þeir breyttu einungis eins og spámaðurinn boðaði þeim.
Mohammed Raza með 24 sauma í hausnum.jpg
Mohammed Raza er annar einn þeirra sem þátt tóku í sjónvarpsumræðunum í gær. Hann tók einnig þátt í illindunum og fékk saumuð 24 spor í höfðuð sitt eftir atið. Hann var á sínum tíma stjórnarmaður í söfnuðinum, sem er sá stærsti meðal muslima í Noregi með nær 6000 meðlimi, en var rekinn úr stjórninni. Nú sitja tveir synir hans og aðrir tveir bróðursynir í tveggja vikna gæsluvarðhaldi og einangrun að auki. Sex manns voru slasaðir eftir atið á föstudaginn og þar af tveir alvarlega og liggja þeir enn á sjúkrahúsi en eru nú úr lífshættu. Svo virðist þó vera að það sé ekki lengur spurning um hvort einhver týni lífi í þessari deilu heldur hvenær það gerist. Er haft eftir fyrrum talsmanni moskunnar, Zahid Muktar, en sá hefur náttúrulega líka verið rekinn úr sínu embætti en er nú talsmaður hins islamska ráðs í Noregi.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

4 Comments on “Líf og fjör í Moskunni”

 1. Matti Says:

  Íslenskri kellingu þótti eitt sinn lítið varið í biblíuna því enginn var í henni bardaginn. Það er greinilega allt annað með islam.

 2. Sigurður Arnarson Says:

  Er ekki Gamla testamenntið útbíað í bardögum og guðlegri hefnd? Kerlingin hefur hugsanlega átt við það nýja.

 3. Matti Says:

  Það kæmi mér ekkert á óvart þó kellingin hafi ekki kunnað að lesa og haft vit á því að sofa alltaf undir hjalinu í pokanum i kirkjunni sinni. Menn hafa frá örófi alda drepið aðra menn í guðs nafni og náungakærleikans.

 4. Sigurður Arnarson Says:

  Ég skal fús játa að til eru Biblíufróðari menn en ég. Raunar held ég að flestir séu betur lesnir í þeirri bók en ég.
  Sennilega hafa fáar styrjaldir verið háðar án þess að þátttakendurnir séu sannfærðir um að guð (samnafn) sé í þeirra liði. Ég held samt að þegar menn fara í stríð sé ástæðan oftast græðgi nema þegar um nauðvörn hins kúgaða er að ræða. Svo er bara misjafnt hvernig menn réttlæta græðgina. Georg Georgsson Runni, oddviti Sameinaða Ameríkuhreppsins, er t.d. viss um að Guð (sérnafn) sé með honum í liði og réttlætir ásælni sína í arabískar olíulindir með því að halda því fram að hann sé í stríði gegn hryðjuverkum. Samt er á hans vegum rekinn stærsti hryðjuverkaskóli í heimi.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: