Grindavíkurferðin

119ruta150_113.jpgÁ fyrstu árum tíundaáratugar síðustu aldar tíðkaðist að fara með 8. og 9. bekkinga í Túninu í menningarferð til Grindavíkur á haustdögum. Heimsóttu ungmennin úr Hafnarfirði jafnaldra sína suður með sjó. Kíkt var inn í menntamusterið í Grindavík og gjarnan spilaður eins og einn körfuboltaleikur milli skólanna og ýmsar aðrar íþróttir þreyttu börnin með sér.

Tilhlökkun var jafnan mikil og þegar langferðabifreiðin renndi í hlað í Öldutúninu höfðu nemendurnir stillt sér upp, prúð og brosandi, í röð áður en þau ruddust inn í bílinn. Að sjáfsögðu var nesti haft með í för enda um dagsferð að ræða.

Nú er þar til máls að taka að eitt árið voru í för drengir er gegndu nöfnunum Bingo og Fúsi. Þetta voru hinir bestu drengir en áttu til að finna upp á óheppilegum hugmyndum á óheppilegum stöðum og framkvæma þær. Að sjálfsögðu höfðu þeir mætt tímanlega og stóðu framalega í röðinni til að tryggja sér heppileg sæti í rútunni. Ef ég mann rétt sátu félagarnir í 4. sætisröð til hægri og létu fara vel um sig án þess að mikið bæri á þeim.

Undirrituðum hafði borist til eyrna að Fúsi og Bingó hefðu með sér vindlingapakka í nestinu og að honum hefði verið haganlega fyrir komið inni í skinkusamloku. Þetta fannst mér of góðar fréttir til að láta óaðgert. Rétt áður en lagt var af stað og manntal hafði verið tekið gekk ég að félögunum og bað þá sýna mér nestispakkana sína. Þeir voru tregir til og sögðust ekki hafa neitt nesti. Ég gaf mig náttúrulega ekki enda viss í minni sök. Á endanum dró Bingó fram samlokuna sem var eina nestið sem þeir félagar höfðu með sér. Sögðust þeir ætla að skipta henni á milli sín. Ég tók náttúrlega samlokuna og kreisti hana hressilega og ekki fór á milli mála að hún hafði meira innvols en bara skinku og ost. Það skrjáfaði í henni.

Ég kvað þegar upp þann úrskurð að þetta væri hættuleg samloka og ekki kæmi til greina að þeir færu að leggja hana sér til munns. Þeir gætu orðið fáraveikir af henni. Þess í stað sendi ég þá til Huldu, aðstoðarskólastjóra, með samlokuna. Sögðu þeir henni að undirritaður hefði sent þá með samlokuna sem hún ætti að eiga. Eins og við var að búast vissi Hulda ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hún var ekki svo sár svöng að efna þyrfti til herferðar gegn hungir henni til handa. Hún kom því með drengjunum út í rútuna aftur og spurði mig af hverju ég væri að senda sér samloku um leið og hún þakkaði hugulsemina. Þegar við komum til baka úr Grindavíkurtúrnum hafði hún þó áttað sig á að það var ekki af góðsemi sem lá að baki sendungunni. En það þurfti að segja henni það tvisvar að sendingin var eiginlega bara “jók” af minni hálfu og að ekki væri ætlast til frekari aðgerða vegna vindlingasamlokunnar.

PS. Ekki man ég hvort þær keitusystur voru með í þessari sömu ferð. Þær fengu viðurnefnið af því að þeim varð brátt í brók og stungu sér á snyrtinguna rétt áður en lagt var af stað frá Grindavíkurskóla. Þess vegna gleymdust þær í Grindavík blessaðar. Þær fengu síðan far til Hafnarfjarðar með góðhjörtuðum Grindvíkingum sem leið áttu til höfuðborgarinnr.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sögur úr skólanum

5 Comments on “Grindavíkurferðin”

 1. Sigurður Arnarson Says:

  Ég get staðfest þetta!

  Ég var nýbyrjaður að kenna og dáðist mjög að vinnubrögðunum!


 2. Enda voru aðeins fagleg og karlmannleg vinnubrögð höfð fyrir ungum kennarasveinum sem hófu feril sinn í Túninu á þessum árum. Það var að sjálfsögðu í anda Kramverja.

 3. Hanna Lovísa Says:

  Jú jú Faxi minn, við keitusysturnar vorum með í eftirdragi í þessari frægu ferð.

 4. Benedikta Says:

  Úps, hahahahaha, já þetta á seint að gleymast 🙂

 5. gudni Says:

  Elsku stelpurnar.

  Skammast mín fyrir að hafa ekki skoðað þessa færslu í langan tíma. Skulda Hönnu Lovísu að svara henni strax. Vona að þú fyrirgefir.

  Gaman að þið skulið enn muna eftir þessu. Þetta eru góðir tímar í endurminningunni.

  Vona svo innilega að þið hafið það alltaf sem best.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: