Nýbúar og samkynhneigð

Það er ekki auðvelt að vera muslimi og í þokkabót hommi eða lesbía. Komi þau út úr skápnum hrannast vandamálin upp og ósjaldan enda samkynhneigðir muslimar líf sitt með sjálafsvígi. Mansour Saberi er samkynhneigður Írani sem búið hefur í Noregi í 23 ár. Nú ákallar hann norsk stjórnvöld sér og sínum til hjálpar.

Lang flestir samkynhneigðir nýbúar í Noregi velja að halda sig í skápnum í stað þess að stíga skrefið út og opinbera kynhneigð sína. Nú hefur Mansour Saberi, óopinber talsmaður samkynhneigðra nýbúa beðið norsku ríkistjórnina um að taka á vandananum með því að boða trúarleiðtoga muslima til umræðu um hvernig megi gera líf þeirra léttara í framtríðinni.
_M11homser0203_jpg_374141h.jpg
Mansour Saberi tv
Saberi segir að muslimar haldi sig í skápnum af þeirri einföldu ástæðu að samkynhneigð sé ekki viðurkennd samfélagi þeirra. Þeir sem stíga út úr skápnum taka áhættu á að verða einangraðir frá fjölskyldum sínum, missa vinnu sína og að bæði líf og æru þeirra sé ógnað af muslimska samfélaginu. Í könnun frá árinu 2003 kemur í ljós að verulegur hluti samkynhneigðra nýbúa eiga við sálfræðilega örðugleika að stríða í lífi sínu og sjáfsmorðshugleiðinagar séu afar algengar meðal þeirra.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: