Vefþjóðviljinn og doðasýki

“Við gerum okkar besta til að blaðið sé eins ólíkt Þjóðviljanum heitnum og mögulegt er.
Við minnum einnig á að einungis einstaklingar hafa vilja – ekki þjóðir”.

Þetta er sítat úr haus Vefþjóðviljans. Og að hluta til er þetta laukrétt fullyrðing. Vefþjóðviljinn er afar ólíkur Þjóðviljanum heitnum. Í fyrsta lagi er Vefþjóðviljinn ekki nándar nærri eins skemmtilegur. Stuttbuxnanöldur getur aldrei náð því að verða skemmtilegt meðan innræting gamla Þjóðviljans var oft á tíðum bráðskemmtileg. Í öðrulagi er umfjöllun Vefþjóðviljans oft á tíðum afar einfeldningsleg. Gott dæmi um einfeldnina er Helgarsprokið frá 26. feb. 2006 og enn átakanlegri er umfjöllunin frá deginum í dag um Stefán Ólafsson. Svo máttlaus er umfjöllunin að maður gæti haldið að doðasjúkir fjósamenn úr framsóknarfjósinu stýrðu tökkunum á lyklaborðinu.

Ég geri það stundum að gamni mínu, í von um að finna kröftuga og gagnrýna umræðu, að líta við á Vefþjóðviljanum. Ég vil ekki gefasat upp. Frekar að lifa í voninni um að stuttbuxnaritlingarnir á ritstjórninni klæði sig nú í almennilegar síðbuxur og taki málefnalega á því sem þeim dettur í hug að bjóða lesendum sínum upp á. Eins og Mánudagsblaðið gerði á sínum tíma.

PS. Þjóðir eru mengi einstaklinga. Vilji meirihlutans getur því talist þjóðvilji. Ritlingarnir sem gera sitt besta til að hafa Vefþjóðviljan eins ólíkan þjóðviljanum, sáluga, tekst vel upp. Þeir þurfa örugglega ekkert að hafa fyrir því. Þeir eru bara svona.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Fjölmiðlar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: