Skógminjasafnið, grillveislan og muslimarnir

Á vordögum í fyrra var ákveðið að fara með 6. árganginn í Lakkegötu Skóla í skoðunar og skemmtiferð í Skógminjasafnið í Elverum í Heiðmörku. Þetta er hið skemmtilegasta safn að skoða og starfsfólkið þar skipuleggur fína dagskrá fyrir hina margvíslegu hópa. Allt miðast þetta við að ganga um svæðið sjá og taka þátt í hinum ýmsu leikjum, svo sem að skjóta ör af bogastreng að hætti Gunnars og sjálfsögðu að kynna sér hinn forna atvinnuveg, skógarhögg.
NATURSKOLEN_2006.jpg
Góð aðstaða er til útiveisluhalda í safninu sem býður gestum sínum afnot að útigrilli einu miklu, eða réttara sagt nokkrum íturvöxnum kolagrillum. Að sjálfsögðu hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar og ætluðum okkur að halda grillveislu í lok dagsins þannig að allri færu vel mettir og angurværir í rútuna á leiðinni heim. Börnin fóru með dreifimiða heim þar sem þessi för okkar ásamt grillveislunni var tíunduð með góðum fyrirvara. Bjuggumst við ekki við neinu öðru en breiðu brosi frá bæði börnum og foreldrum fyrir þessa framtaksemi okkar.

Nei og nei. Ekki voru allir jafn sáttir við uppátækið. Að venju voru það muslimskir foreldrar sem settu niður fótinn og vildu íhuga ferðina betur svo tryggt væri að trú barna þeirra yrði nú ekki stefnt í voða með grísakjötsáti. Það stóð reyndar aldrei til. Við höfðum gert samkomulag við hal al kjötkaupmann um kaup á veislumatnum og sá hafði að sjálfsögðu ekki grísakjöt á boðstólnum. Foreldrunum datt náttúrulega ekki í hug að kennarar skólans byggju yfir þeirri miklu fyrirhyggju sem við þóttumst hafa sýnt. En nú sem þetta var öllum lýðnum ljóst töldum við að nú væru allir vegir færir. Ferðin var undirbúinn daginn áður en lagt var að stað og börnin geisluðu af gleði af tilhlökkun einni saman.

En blindskerin leynast víða. Þannig var það í okkar tilfelli. Morguninn sem við ætluðum að leggja af stað voru foreldrar nokkurra barna mætt á svæðið með undirskriftalista þar sem krafist var að heilsu barna þeirra, er undir höfðu skrifað, yrði ekki stefnt í hættu með því að láta þau borða kjöt sem grillað væri á grilli sem áður hefði verið notað til að grilla óhreint grísakjöt. Ef við gætum ekki tryggt það væri okkur ekki treystandi fyrir börnunum og þau færu hvergi. Þar með leit út fyrir að rúmlega helmingurinn af hópnum sæti heima og við það var að sjálfsögðu ekki unað. Því ákváðum við kennararnir að við myndum bara kaupa einnota grill sem muslimarnir gátu þá fengið að nota fyrir sitt hal al. Það var samþykkt af foreldraráðinu á gangstéttinni með því skilyrði að einn úr þeirra hópi færi með okkur í ferðina. Fyrir valinu varð að sjálfsögðu karl. Sá talaði ekki stakt orð í öðrum máli en urdu. Það var því ekki lítið skondið þegar við létum hann koma safnvörðunum í skilning um að börnin, sem hann bar ábyrgð á, þyrfti að fá undanþágu fyrir notkun á einnota grillunum þar sem notkun slíkra grilla er harðbönnuð í safninu. Eftir mikið handapat og þó nokkur háreysti létu safnverðirnir undan og allir fengu að grilla matinn sinn eins og þeir vildu.

Allt er gott sem endar vel.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sögur úr skólanum

9 Comments on “Skógminjasafnið, grillveislan og muslimarnir”

 1. joiskag Says:

  Aldrei var lífið svona flókið í Öldó í gamla daga Guðni minn…man allavega ekki eftir neinum múslima. Reyndar var ein stelpa með mér í 9. og 10. bekk sem var í Krossinum…það var svona mest framandi.
  Held þú ættir að koma þér heim sem fyrst. Hver veit nema við gætum endað sem samkennarar einn daginn! Er bjartsýnn á að Krissi myndi ganga til liðs við okkur í kennslunni og hver veit nema Matti og Gísli leggi pókerspilin á hilluna og fylki með okkur liði.
  Karlrembufélagið gæti verið endurvakið með látum…

  kv.
  Jóhann Skagfjörð

 2. gudni Says:

  Þetta er ekki vitlausasta hugmyndin sem ég hef heyrt í dag Jói minn. Yrðum djéskoti gott gengi. Næsta skólasaga verður úr Túninu heima.

 3. gisli Says:

  Vissulega er tímabært að fá sögu úr Túninu. Þessi Lakkegötuskóli er ekki eðlilegur:)

 4. gudni Says:

  Lakkegötuskóli er eðlilegur í því umhverfi sem hann er í. 80% íbúa skólahverfisins eru innflytjendur og þar af margir flóttamenn frá stríðshrjáðum heimshlutum. Vandamálin okkar eru svo sem ekkert óðlileg miðað við það. En þau eru forvitnileg í íslenskum skóla-raunveruleika.

 5. Sigurður Arnarson Says:

  Mér finnst gott að heyra þessar sögur úr Lakkegötuskóla. Þá virka vandamálin hér nyrðra eitthvað svo léttvæg! Aftur á móti er ég skíthræddur um að ég verði söguefni úr Túninu heima.

 6. gudni Says:

  Það verður ekki fyrr en hryllingsagan um símahrekkinn fer á prent. Hún verður svo dramatisk að maður verður sjálfsagt að bíða eftir páskadramanu til að fá réttu tilfinninguna fyrir slíka frásögn

 7. Sigurður Arnarson Says:

  Í guðanna bænum birtu frekar einhverja aðra sögu en misheppnaða símahrekkinn.


 8. Þessi beiðni er fúslega tekin til greina.


 9. Í haust gisti ég hjá vinum mínum, múslimum, í nokkra daga. Þau höfðu nýlega flutt og meðan ég dvaldi hjá þeim var haldið innflutningspartý. Hugmyndin var, þar sem þetta var í lok sumars, að grilla ofan í liðið. Sem sjálfsyfirlýstur grillsérfræðingur tók ég grillunina að mér. Fyrst þurftum við reyndar að kaupa grill, því það var ekki til fyrir á heimilinu. Það sem átti að vera einfalt kolagrill endaði í stærstu gerð af áströlsku túrbó grilli fyrir rúm 200 pund á útsölu. Keyptum síðan matinn, kjúklingakebab teina, hamborgara og pulsur. Kom þá upp mórölsk dilemma í súpermarkaðinum. Þar sem gestgjafarnir borða bara halal, hvað átti að gera varðandi pulsurnar? Tók ég, sem grillmeistari hússins, þá ákvörðun að nautakjötspulsur væri tvímælalaust málið. Grillið væri nýtt og þó þau væru ekki svo fráhverf hugmyndinni að nýta grillið í svínakjötsgrillun fannst mér algjör óþarfi að velta slíku fyrir sér. Aberdeen Angus pulsurnar gengu allar út og höfðu margir á orði að þær rinnu miklu betur niður með bjórnum en svínaspikspulsurnar sem Tjallinn er vanur.
  Þessi viðkvæmni sem þú lýsir þarna er algeng en ekki algild meðal þeirra sem fylgja halal. Svipað er með t.d. vín í mat. Múslimar sem ég þekki sem aldrei bragða áfengi setja ekki rauðvínssósur og annað slíkt fyrir sig. Rétt einsog alkahólið gufar mest allt upp er ekki mikið “haram” sem svínið skilur eftir sig á grillinu eða pönnunni.
  Annars finnst mér það góðra gjalda vert að kennaraliðið í Lakkegötu sé svona séð að hafa leitað til halal-slátrara. Rétt einsog mér finnst úrdúmælandinn sýna óþarfa viðkvæmni þar sem hin einfalda lausn þarna hefði verið að taka með sér eina rúllu af álpappír og setja ofan á grillið.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: