Þá er friðurinn úti

Þá er friðurinn endanlega úti. Vetrarfríið búið og hversdagurinn tekinn við. Svosemm ágætt útaf fyrir sig. Nú styttist í páskafríð. Snjórinn er farinn að bráðna undan geislum síhækkandi sólar og skíma kl. 06:45 þegar maður ekur til vinnu.

Annars tókum við okkur ferð á hendur til Svíþjóðar á föstudaginn. Aðalega til að kaupa kaffi og ost. Sannleikurinn er nefninlega sá bæði osturinn og kaffið sem við kaupum í Svíaríki eru munaðarvörur miðað við ruslið sem norskir kaupmenn bjóða uppá. Kaffið er vont og osturinn eins og dagblöð á bragðið.

Tókum svo við bátinn frá Strömstad til Sandefjord og heimsóttum Bakerhjónin þar í bæ, Lúlla og Kollu. Alltaf hressandi að hitta þau. Annars er nokkuð stórt Íslendingasamfélag í þessum forna hvalveiðibæ í Vestfold. M.a gekk Gunnar á Hlíðarenda þar um grundir fyrir rúmlega 1000 árum. Svo það er allnokkuð síðan Íslendingar hófu að venja komur sínar til Vestfold. Enda voru þar fyrstu bæjarmyndanir í Noregi, Túnsberg og Kaupangur og Sandefjörd er á milli þessara bæja. Reyndar er ekki Kaupangur til sem sjálfstæður bær lengur en það er Tönbsberg aftur á móti. Bæði Tönsberg og Sandefjörd eru hreinræktaðir paradísarsumarleyfisdvalarstaðir (flott orð) og iða af lífi yfir sumarið. Vestfold er minnsta fylkið í Noregi en hefur kanski upp á einna mest að bjóða. Frábær söfn og ótrúlega notalegt umhverfi. Þar eru einnig höfuðstöðvar Simrad sem hver einasti íslenskur sjómaður þekkir.

En nú er það sem sagt hversdagurinn sem er tekinn við. Með muslimum, hindúum taoistum og andatrúarfólki. Get sagt ykkur að það er ekki erfitt að koma á stað spennandi umræðum hér í Lakkegöta Skóla. Skiptir engu máli hvort er í kennslustofunum eða kennarastofunni. Maður þarf bara ákveða sig hverjum maður ætlar að hleypa upp í dag.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

2 Comments on “Þá er friðurinn úti”

  1. Matti Says:

    Það hefur greinilega ekkert breyst, þú hefur jú alltaf verið duglegur að finna fólk til að hleypa upp 🙂
    Raunar má segja að þá fyrst verði lífið leiðinlegt þegar maður hættir að finna fólk til að hleypa upp.

  2. gudni Says:

    Þá er hætta á að maður hætti að vera manns gaman.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: