Ónothæfur markakóngur

Brattbakk.jpg
Harald Maritn Brattbakk, margfaldur landslismaður og markakóngur í norsku úrvalsdeildinni, með 166 mörk, var í gær rekinn frá félagi sínu, Rosenborg. Matthías Högmo, þjáfari RBK, sagði í gær að félagið hefði nóg af framherjum í leikmannahópi sínum nú og eftir að Steffen Iversen gekk til liðs við félagið væru ekki not lengur fyrir hinn 34 gamla Brattbak. Hann segir að yngri leikmenn fái að reyna sig í næstu leiktíð og því hafi Harald Martin verið leystur undan samningi sínum.

Þá er hinn aðal framherji RBK, Frode Johnsen, hugsanlega á leið frá félaginu. Bæði Brann og Odd Grenland berjast um að fá Johnsen í sínar raðir. Frode er metinn á 4 – 5 milljónir nkr og fari svo að hann gangi í raðir Brann hefur félagið eytt á 6. hundruð milljónum í leikmenn síðustu 3 árin.
Frode Johnsen.jpg
Í ljósi þess er gaman að velta fyrir sér frammistöðu KR gegn Brann á La Manga í gær. Teitur Þórðarson, þjálfari KR, þjálfaði nefninlega Bran fyrir nokkrum árum. Þá var félagið í miklum fjárhgaskröggum og þurfti að selja marga af sínum bestu leikmönnum. Á tveimur árum missti Teitur 14 leikmenn og afleiðingin var sú að liðið féll úr öðru sæti deildarinnar niður í grjótharða baráttu um að halda sér í deildinni. Það tókst eftir umspil við Sandefjord. Nú, á síðustu tveimur árum, hefur Brann eytt ámóta miklum peningum í leikmenn eins og KR hefur úr að moða á 7 – 8 árum.

Meðal leikmanna sem Teitur mátti sjá af eru Azar Karadaz, Portsmouth og landsliðið, Torstein Helstad, RBK og landsliðið, Alex Valensia, Start og landsliðið, Raymond Kvisvik, Fredrikstad og landsliðið.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sport

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: