KRÖM

Þessi saga er ekki úr skólastofunni en af kennarastofunni.

Í Túninu heima var öflugur félagsskapur er bar nafnið KRÖM. Félgar voru karlkynsstarfsmenn í TH. Einu sinni í mánuði voru haldnar samkomur í KRÖM. Þær fóru fram við hringlaga borð innst til hægri á kennarastofunni í löngu frímínútnum. Að sjálfsögðu var formleg dagsskrá á hverri samkundu og var einum eða tveimur félagsmönnum falið að bera ábyrgð dagskránni hverju sinni.

Nærföt.jpg
Íþróttakennari pilta var hugmyndaríkur og voru fundirnir með líflegra móti þegar hann sá um dagskrána. Má þar nefna að einn daginn kynti hann efnislítinn kvennærfatnað og taldi okkur félögunum trú um að það væri bæði holt og skemmtilegt að fjárfesta í þessum klæðnaði og færa betri helmingnum er heim kæmi. Máli sínu til stuðnings veifaði hann rauðum blúndunærbuxum og sagði hverja konu æsta að eignast slíka flík. Meðan á kynningu írþóttakennarans stóð gjóuðu stúlkukindurnar í kennaraliðinu augunum oft að hægra horni kennarasatofunnar. Sumar stóðu upp til að sjá betur hvað fram færi en allar sýndu þær okkur þá tillitsemi og virðingu að láta okkur í friði.

Það breyttist þó á næstu samkomu. Það var nefninlega þannig að til þess að toppa hina sexý kyninngu íþróttakennarans á nærfötunum var brugðið á það ráð að kynna hjálpartæki ástarlífsins sem fengin voru að láni í erótískri búð sem bar nafnið Rómeó og Júlía, minnir mig. Einhvern veginn hafði þessi kynning spurst út fyrir skólans dyr áður hen til hennar var stofnað. Þáttagerðakona frá Ríksútvarpinu mætti nefninlega á staðin og tók viðtöl við Kramverja sem lýstu tækjunum fjálglega og af mikilli gleði.
Dildo.jpg
Það var ekki jafn mikil gleði í hinum enda kennarastofunnar. Nú risu valkyrjurnar upp og var nóg boðið að fá ekki að vera með á þessari kynningu. Og það voru fleiri sem risu upp og sögðu hingað og ekki lengra. Sjálfur skólastjórinn mætti á svæðið og tók að sjálfsögðu málstað með kennslukonunum sem töldu sig órétti beittar. Þessi tæki voru þeim náttútulega jafn nauðsynlegur gleðigjafi og körlunum. En hvað um það. Stjóri leysti upp samkomuna rak þáttagerðakonuna á dyr og okkur til kennslu.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sögur úr skólanum

13 Comments on “KRÖM”

 1. Gísli Says:

  Gleymdu heldur ekki viskíkynningunni.
  Ég finn enn ilm úr gullnu glasi…

 2. gudni Says:

  Gleymi aldrei þeirri guðdómlegu kynningu. Á alltaf einhvern whisky dreitil einhvarsstaðar inna seilingar. Svona til að þefa að.

 3. Matti Says:

  KRÖM annars var skammstöfun á KarlRemba ÖldutúnsManna og var fyrsta karlrembufélagið á vinnustað. Fleiri komu síðar …

 4. Björn J Says:

  Eigum við ekki allir bindi frá kynningavorinu mikla í KRÖM? Ég er að tala um hálsbindi. Þetta hófst, ef ég man rétt, með því að tvíburarnir BjarnLeifur herjuðu út þorrabakka frá Jóa í Múlakaffi.
  – Íþrtaknrinn brtst í fasnasala skömmu síðar og gerir það gott enda frábærlega undir sölumennsku búinn eftir þjálfun í KRÖM. Aðrir Kramverjar breyttust í bloggara upp til hópa sýnist mér – og styttist í að borðið verði fullmannað…

 5. gudni Says:

  Ég hélt þú myndir það ,Björn, að það voru brögð í tafli þegar íþróttakennarinn hóf hálsbindasöluna. Man ekki betur en sjáfur bókasafnskennarinn hafi setið við hliðina á mér þegar ég var orðinn volgur fyrir “silki” bindi einu forkunnar fögru. En þegar betur var að gáð var ekki um ekta silki, eins og íþróttakennarinn hélt fram, að ræða. Heldur var hér á ferðinni ómerkileg poliesterdula sem hann ætlaði að selja á silkiprís.

  Sennilega eru viðskiptavinir kappans í dag ekki eins athugulir og við guttarnir í Túninu. En hann er flinkur með fasteignirnar. Það má hann eiga og aldrei af honum tekið.

 6. Björn J Says:

  Ég mundi einmitt bindasvindlið og sá þá þegar fyrir hvar þessi ágæti sölumaður myndi enda … sem og rættist.

 7. gudni Says:

  Nákvæmlega. Og það hefur ekkert klikkað. Lengi lifi sölumaðurinn. Svo lengi sem hann reynir ekki aftur að pretta okkur

 8. Matti Says:

  Guðni, þú verður að segja okkur frá HOMO LUDENS, við erum farnir að gleyma…

 9. gudni Says:

  Manekki betur en við höfum setið saman á kennarastofunni þegar blessaður kennaraneminn hafði sýnt vankunnáttu sína í skák og enn minni kunnáttu í samskiptum og umtali um fólk og fénað. Sigg i benti honum á þá frábæur hugmynd að hann ætti kanski bara að snúa sér að Ludó. Það hæfði honum best. Þessu var ég sammála og er enn.

 10. Sigurður Arnarson Says:

  Ég get staðfest þessa lúdósögu. Ég man líka hvar hann klikkaði í mannlegu samskiptunum en vil ekki endurtaka það núna.

 11. gudni Says:

  Nákvæmlega. Það er ekki ástæða til að endurtaka þá skömm. En það er hollt að muna það.

 12. Sigurður Arnarson Says:

  Það var að rifjast upp fyrir mér að einusinni var títtnefndur íþróttakennari að flytja skörulega tölu um íþróttamót sem til stóð í skólanum. Samkvæmt venju var orðaflaumurinn eitthvað meiri en íþróttakennarinn réð við með góðu móti og hrundu fáein gullkorn af vörum hans. Íþróttakennaranum var tíðrætt um íþróttagrein sem hann kallaði reipitog. Eitthvað fór það í taugarnar á stórvini okkar, Guðmundi heitnum Sveinssyni, svo í honum gall „Maður á að segja happdrætti og reiptog!“ Þá varð íþróttakennarinn hugsi á svip í fáeinar sekúndur og sagði síðan: „Mé líst nú betur á bingó“

 13. gudni Says:

  Hann var líka hrifinn að íþrótt sem hann kallaði babbiton. Og notaði töluvert sebbbandstæki í tímunum.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: