GRINDAVÍK: Þeir þora og skora og skora á ný

grindavik_nikar_2006.JPG
Bikarmeistarar 2006

Þvílík hamingja. Ekkert í veröldinni gleður okkur Grindjána meira en að valta yfir Keflavík í körfubolta. Hver man ekki eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum og bikarnum sem ekið var með frá Keflavík til Grindvíkur eftir skelfilegustu útreið sem Keflvíkingar hafa fengið eftir að körfuboltinn komst á koppinn þar á bæ. David Grissom var þrjú ár að skafa Spalding stimpilinn úr andlitinu á sér eftir að Dobart tróð í andlitið á honum.

Í dag var Keflavíkurhraðlestin grátt leikin. Leikmenn liðsins voru eins og beingaddaðar ýsur á móti Grindjánunum sem einfaldlega léku sér að þeim eins og köttur að garnhnykli. Siggi var úti með ærnar í haga vel við um Keflavíkurþjálfarann í dag.

Grindavík. Þetta var einfaldlega unaðslegasti bikarsigur sem við höfum unnið. Fyrst var það Njarðvík sem steinlá í Höllinni 1995. Það var aman. Þá nutum vi reyndar góðrar aðstoðar frá Keflavík þar sem Gaui Skúla spilaði fyrir okkur. Næst voru það Ísfirðingar sem voru rótburstaðir í úrslitaleiknum 1998. Það var skemmtilegra eftir það sem á undan var gengið milli liðanna. Árið 2000 vour það KR-ingar sem máttu horfa á Grindvíkinga hampa bikarnum. Það var líka notalegt. Og nú kom sá sætasti af þeim öllum. Keflavík með skottið á milli lapanna á Reykjanesbrautinni á heimleið eftir tap fyrir UMFG. Er það eitthvað sem gleður Grindvíkinga meira??? Ég bara spyr.

Og svo þegar Liverpool vinnur Mancehster United í bikarnum á sama degi getur dagurinn ekki orðið mikið betri. Bara að Grindavíkurstelpurnar hefðu náð í bikar líka. En Lífið er ekki bara leikur. Við þurfum að taka mótlæti líka.

Annars skil ég vel að Reykvíkingar séu orðnir leiðir á körfubolta. Það er ekki svo oft sem þeir fá að fagna greyin. Það er eitthvað alveg sérstakt ef einhver körfuboltatiltill hafnar fyrir innan Straum. Ætli þeir sú ekki teljandi á fingrum einhents manns síðustu 20 árin.

Áfram Grindavík.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sport

2 Comments on “GRINDAVÍK: Þeir þora og skora og skora á ný”

 1. matti Says:

  Loks er sigurinn fenginn og sætur hann er,
  Sigga fagnar sem vera ber
  þessa björtu stund er þeir bera hann inn
  bikarinn þetta fjórða sinn.

  Og nú stilla þeir upp…

 2. Gudni Says:

  Sætur var hann sigurinn. En sjálfsagt smá súrsætur á sunnudagsmorgni í Grindavík núna. En það rjátlast fljótt af fólki næst þegar það kemur í Röstina og fær að berja bikarinn augum.

  Áfram Grindavík


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: