Tvöfeldni Bandaríkjastjórnar

200px-George-W-Bush.jpg
Tvöfeldni bandarískra stjórnvalda ríður ekki við einteyming þegar frelsi allskonar er annars vegar. Bush stjórnin studdi vin sinn Fogh Rasmussen duglega í Múhameðsmyndamálinu. Það hefði verið óþolandi skerðing á tjáningafrelsinu að banna birtingu þeirra.

Allt annað er uppi á teningnum þegar áströlsk sjónvarpsstöð sýnir myndir frá illemnnsku banarískra hermanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Auðvitða er það rétt hjá skósveinum Bush og Cheney að myndbirtingin er ekkert annað en olía á eld. En munurinn á Múhameðsmyndum JP og villimennsku bandarískra hermanna, sem sendir voru til miðausturlanda til að koma á friði, er eins og munurinn á sunnudagskólamyndum og ofbeldismyndum af verstu gerð.
AUSTRALIA_ABU_GHRAI_368474h.jpg
Myndirnar frá Abu Ghraib sýna hermenn Bush pynta, nauðga og myrða fanganna sem þeir voru settir til að gæta auk allskonar misnotkunar sem hvergi á heima meðal siðmenntaðra manna.

Ég skil vel að Bush feðgarnir og félagar þeirra vilji ekki að heimsbyggðin sjá hvað þeir aðhafast í meðal þjóða sem þeir bera ekki snefil af virðingu fyrir. En ég held að það sé öllum holt að sjá hið rétta andlit George Bush og taglhnýtinga hans.

Dálítið skondið að Hvíta húsið harmaði myndbirtingarnar í fréttatilkynningu sinni en ekki verknaðinn sem þær sýna.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

2 Comments on “Tvöfeldni Bandaríkjastjórnar”

  1. Sigurður Arnarson Says:

    Fyrst við erum að ræða um tvöfeldni Bandaríkjamanna finnst mér rétt að nefna stærsta hryðjuverkaskóla í heimi. Helstu fjöldamorðingjar S-Ameríku eiga það sameiginlegt að hafa lært í þessum skóla þar sem m.a. pyndingar og aftökur eru meðal kennslugreina. Þessi skóli er rekinn í Fort Benning í USA og er kostaður af bandaríska ríkinu. Samt segist Bush vera í stríði gegn hryðjuverkum.

    Jónas Kristjánsson hefur minnst á þennan skóla í pistlum sínum á slóðinni jonas.is. Þeir sem vilja skoða skrif hanns er bent á síðuna og leitarreitinn.

  2. gudni Says:

    Gott innlegg þetta í umræðuna um manngæskuna sem svífur yfir Hvíta Húsinu. Bush er góður drengur eða drengur góður.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: