Coaching

Coaching Bringer frem det beste i deg.

Lakkegata Skole.jpg

Nú fáum við coaching í Lakkegötuskóla. Merkilegt fyrirbæri þara á ferð. Fyrst þegar ég heyrði minnst á fyrirbærið, á kennarafundi, vissi ég ekki hvað þetta var. Hélt kanski að nú kæmu inn þjálfarar í fótbolta, körfubolta eða hvað það nú allt heitir til að koma okkur í topp form. En það var nú öðru nær.

Á næsta kennarafundi birtist kona, ljóshærð, ekki sérlega litfríð og stuttklippt. Hún virðist kunna sitt fag ágætlega sem felst í því að bæta móralinn á hinum ýmsu vinnustöðum. Nú var sem sagt komið að því að lappa upp á liðsmóralinn í Lakkegötu að frumkvæði skólastjóra. Okkur óbreyttu finnst hún hafa tekið langan tíma að grípa til aðgerða en nú er vinnan með móralinn loksins komin í gang.

Grúppan mín, 5 kennarar, var kölluð á fund með coachinum í morgun. Þar var opnað fyrir alla ventla og þrýstingi létt af þessum fimm sálna kvintett. Coachinn skrifaði allt, mest konkret dæmi um gagnkvæmt vantraust milli kennara og skólastjórnar, skilmerkilega niður. Aðra eins samsuðu af gagnrýni og vantrausti á yfirmann hef ég aldrei heyrt eða séð fyrr. Ef allar grúppurnar, 8 talsins, hafa svipaða sögu að segja vildi ég ekki vera í sporum stýrunnar minnar. Ég velti því fyrir mér hvort hún ætti að taka sénsinn á því að snúa til baka úr tveggja vikna pílagrímsferð til Pakistan sem hún og 4 kennarar skólans hefja á morgun.

Nú sit ég og pæli í hvaða möguleika við eigum til að fá góða móralinn aftur í sveiflu á vinnustaðnum okkar í raun. Það verður greinilega ekki minni höfuðverkur fyrir Lakkegata coachinn en fyrir KR coachinn að fá Íslandsmeistarabikarinn til baka í Frostaskjólið.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sögur úr skólanum

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: