Samfylkingin og Dagur B.

Nú er prófkjöri SF í höfðuðstaðnum lokið. Að mínu viti er niðurstaðan slys. Dagur B. Eggertsson, sem verið hefur í flokknum í nokkrar vikur er skyndilega orðinn leiðtogi flokksins í borginn. Dagur er sjálfsagt ágætis maður. En hvernig má það vera að maður sem bauð sig fram gegn Samfylkingunni í síðustu kosningum geti leitt hana í næstu kosningum. Er það kanski ókostur að hafa unnið að málefnum SF áður ern einvher býður sig fram sem borgarstjóraefni hennar.

Dagur hefur setið eitt kjörtímabil í borgarstjórn og ef ég, sem fylgist með málefnunum frá útlandinu, á dæma manninn að verkum hans fær hann falleinkunn. Einhvernveginn finnst mér hann hafa verið talsmaður allra heimskulegustu framkvæmda sem borgin hefur ráðist í á kjörtímabilinu. Brúin mikla og BSÍ spottinn sem ekki einu sinni leigubílstjóri rataði um. Fínn kostur fyrir borgarstjóraefni að hampa þessum verkum á ferilskrá sinni.

Það er verðugt verkefni fyrir alla stjórnmálaflokka að velta þeirri spurningu fyrir sér hvort galopin prófkjör eru heppilegasta aðferðin til að stilla upp lista. Ég er ekki viss um að FH hefði orðið Íslandsmeistari ef KR-ingar, Skagamenn, Grindvíkingar og Framarar hefðu “hjálpað” Óla Jó að taka út liðið.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

7 Comments on “Samfylkingin og Dagur B.”

 1. Nonni Says:

  “Dagur er sjálfsagt ágætis maður. En hvernig má það vera að maður sem bauð sig fram gegn Samfylkingunni í síðustu kosningum geti leitt hana í næstu kosningum”

  Hvernig færðu það út að Dagur hafi boðið sig fram gegn Samfylkingunni í síðustu kosningum?

 2. gudni Says:

  Ef ég man rétt var Dagur ekki Samfylkingunni fyrir síðustu sveitastjórnakosningar þó svo að hann hafi unnið með R-listanum. Ef ég man rétt var hann óháður hvernig sem það er nú hægt í pólitík. Það er nú þannig í stjórnmálum að annað hvort er maður í einum stjórnmálaflokki og vinnur með honum eða maður tilheyrir einhverjum öðrum flokki með aðrar áherslur. Svo eru að sjálfsögðu til flokkaflakkarar sem á skárra máli eru kallaðir tækifærissinnar.

 3. gisli Says:

  Dagur var óháður en var dekstraður til setu á listanum fyrir síðustu kosningar. Björk Vilhelmsdóttir er þá flokkaflakkari samkvæmt þessari skilgreiningu og henni gekk prýðilega, enda máttu allir kjósa sem vildu. Þeir sigra sem smala mest.
  Hvað varðar flokkaflakk þá er nöturleg útkoma Oktavíu Jóhannesdóttur á Akureyri sem sagði sig úr Samfylkingunni stundarfjórðungi fyrir kosningar, gekk í Sjálfstæðisflokkinn, vildi fjórða sætið í prófkjörinu en fékk fimmtánda.

 4. Nonni Says:

  Þótt að Dagur hafi setið í 7.sæti R-listans fyrir síðustu kosningar sem “óháður” fulltrúi, þ.e. hafði ekki nein tengsl við stjórnmálaflokk þá, þá er ekki hægt að fullyrði að hann hafi boðið sig fram gegn Samfylkingunni, það bara stenst ekki. Hann var á sama lista og Stefán Jón og Steinunn Valdís ásamt fleirum Samfylkingarmönnum þá.
  Ég var allavega ekki var við það að hann hafi verið að vinna gegn Stefáni og Steinunni þá.

 5. gudni Says:

  Dagur bauð sig fram sem óháður á R-listanum, regnhlifarsamtökum vinstrimanna og framsókbnar. Ef hann hefði ekkert séð að stefnu SF fyrir 4 áarum hefði hann sjálfsagt boðið sig fram í nafni SF. Með rökum Nonna getur maður haldið því fram að Alfreð Þrsteinsson og fjósafólkið í Framsókn styddi SF. En svo er ekki að sjá.

  Ég efast ekki um að Dagur er frambærilegur í leiðtogahlutverkið og lærir vonandi fljótt á innviði SF og fyrir hvað flokkurinn stendur. En harla er það einkennilegt að eftir aðeins örfáar vikur skuli hann vera orðinn leiðtogaefni flokks sem hann vildi ekki ganga í fyrir fjórum árum. Ég held að þessi skjóti frami hans sé einsdæmi í stjórnmálasögu lýðveldisins.

 6. Nonni Says:

  Nei það er ekki hægt að halda því fram að Dagur frekar en Alfreð hafi boðið sig fram gegn Samfylkingunni í síðustu kosningum af þeirri einföldu ástæðu að Samfylkingin bauð ekki fram eigin lista í síðustu kosningum heldur undir merkjum R-listans. Þar voru þessir flokkar saman en ekki á móti hver öðrum, einu flokkarnir sem þeir voru á móti var sjálfstæðisflokkurinn og frjálslyndir.

 7. Gudni Says:

  Kanski það. En ekki virðist nú samstarfið hafa verið mikið. Þvert á móti. Allir ætluðu sér stærsta bitann kökunni sem að lokum molnaði í frumeindir sínar. VG og Framsókn geta sjálfsagt verið stolt samstarfsviðleitni sinni. Dagur dinglaði á milli og reyndi að verja hugarfóstur sitt, Vatnsmýrarævintýrið, sem varð banabiti R-listans. Varla hægt að fara fram á meira “samstarf” en “samstarfsflokkar” SF sýndu síðasta ár kjörtímabilsins. Allur þessi gjörningur er svo vatn á millu Villa Vill og félaga nema samstarfið verði betra nú hjá Samfylkingunni og flokksbrotunum sem í hana gengu fyrir prófkjörið. Við skulum bara vona að svo verði.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: