Fyrsti leikfimitíminn i Lakkegata Skóla

Fyrsti íþróttatíminn sem ég kenndi í Lakkegata skóla rennur mér seint eða aldrei úr minni. Þetta gerðist þriðja daginn minn í skólanum. Fyrir það fyrsta var klæðnaðar nemendanna all skrautlegur. Aðeins tveir klæddust það sem á Íslandi heitir íþróttaföt. Aðrir mættu bara í sínum gallabuxum og peysum og flestar stelpurnar, af asískum uppruna, voru í slæðunum sínum og með hijapin á höfðinu og huldu hár sitt. Það var því óneitanlega skoplegt að horfa á liðið þegar það hóf að gera æfingar eins og t.d. kollhnís. En sjálfur tíminn gekk svo sem sæmilega. Ég hélt mér að sjálfsögðu við íslenskar hefðir enda kunni ég ekkert annað.

Það kom mér á óvart hve íþróttasalurinn ar illa búinn tækjum. Nokkrar eldgamlar mottur fundust þar, einn mini-körfubolti nánast ónothæfur vegna loftleysis, tveir inni-fótboltar og nokkrir svampboltar. Svo var þarna hestur. Og það var sko enginn “póní”. Öðru nær. Krakkarnir, sem voru í 5. bekk, gátu hæglega hlaupið undir hestinn en alls ekki hoppað yfir hann. Þessi gripur hefð sómt sér vel á íþróttamynjasafni.

Þegar tímanum lauk bjóst ég náttúrurlega við að allir tækju til fótanna og kæmu sér í sturtu hið snarasta. Nú var það alls ekki. Blessuð börnin dröttuðust í búningsklefana og strákarnir, sem ég fylgdist með, hófu þegar að tína á sig spjarinar. Mig rak í rogastans. Enginn ætlaði í sturtu. Þá kom gamla þrjóskan upp í mér. Í sturtu skyldu þeir hvað sem það kostaði. Ég reyndi að koma drengjunum í skilning um að enginn færi löður sveittur og illa þefjandi úr íþróttatíma frá mér. Þeir mölduðu í móinn en ég þrjóskaðist við og sagði að ekki kæmi til grreina að þeir færu út úr búningsklefanum fyrr en þeir hefðu baðað sig. Að þessum orðum loknum stillti ég mér upp í dyrunum og gætti þess að enginn læddi sér út ósturtaður.

Eftir smá stund fóru guttarnir að tínast í sturtuklefann. En það kom mér að sjálfsögðu á óvart að þeir voru allir í nærbuxunum. Nú var mér nóg boðið. Ég hækkaði róminn og skipaði þeim fara úr naríunum og hundskast í sturtuna og þvo sér almennilega. Nú brá mínum mönnum illilega í brún. Þeir hrukku í kút og störðu á þennan brjálað Íslending sem ekki bara neyddi þá í sturtu heldur urðu þeir að rölta um búningsherbergið kviknaktir. Það voru ekki beinlínis blíð augnaráð sem drengirnir sendu mér meðan þeir fóru úr nærbuxunum. En þeir mega eiga að, skinnin litlu, að þeir gegndu kennaranum eins og góð börn eiga að gera sturtuðu sig eins og sannir Íslendingar gera best. En enginn hafði handklæði og því kom upp vandamál þegar þeir áttu að þurka sér. Það slapp þó allt fyrir horn. Til þess notuðu þeir bara nærboli og peysur.

Daginn eftir var ég kallaður inn á kontór til skólastjóra. Hann spurði mig hvort það geti verið að ég hafi látið drengina fara í sturtu án skýlu. Ég játt því eins og skot og sagði að mér þætti annað vart koma til greina. Stjóri sagði að kvörtunum undan þessari smánarlegu meðferð á drengjunum hefði rignt yfir sig frá foreldrum þeirra og spurði mig hvort ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég hafi gert. Ég kom af fjöllum. Fannst ekkert eðlilegra en drengirnir þrifu sig almennilega. En það sem ég ekki vissi var að það er hin mesta smán fyrir muslima að limur þeirra verði öðrum karlmönnum sýnilegur. Það er hvorki Allah eða spámanninum þóknanlegt heldur þvert á móti.

Miðað við fregnir síðustu vikjna má ég þakka fyrir að hafa ekki stofnað heimsfriðnum í hættu í byrjun janúar 1999.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sögur úr skólanum

3 Comments on “Fyrsti leikfimitíminn i Lakkegata Skóla”

  1. Villa systir Says:

    Passaðu þig elsku bróðir
    á ljótu köllunum


  2. Þessa skýringu hef ég heyrt áður. Stelpur mega hinsvegar stríplast innan um hvora aðra einsog þeim sýnist. Svo lítt spéhræddar að erlendar konur eru varaðar við víða í Mið-Austurlöndum að heimsókn í hammam þar sem þau er enn að finna geti reynt á taugar a.m.k. engilsaxneskra prúðkvenna. Að sama skapi er vestrænum körlum bent á að það sé ekki aðeins óforskammað að vera kviknakinn fyrir framan aðra í sánunni sjálfri heldur skuli maður passa að snúa að veggnum þegar maður þurrkar sér og fer í spjarirnar í klefanum. Og ef maður eigi ekki sundskýlu skuli brókin vera svört, ekki hvít sem sýnir allt í gegn.

    Mér til mikillar gremju var ég of kvefaður í Sýrlandi til að fara í hammam þar og í Istanbúl lá ég með pest. Náði þó að fara í hammam á hóteli í Lúxor, sem hafði þó enganveginn sama sjarma. Aftur á móti fór ég og vinir mínir stundum í sund á arabísku hóteli (flestir viðskiptavinirnir voru arabískir eða innlendir bissnissmenn) í Kaíró og þar var stór sundlaug á þakinu, sauna, gufubað og nuddpottur. Það breytti því hinsvegar ekki að þar var bara ein sturta einsog er á flestum heimilum með hurð, þannig maður þurfti að bíða ef var ekki eini sem var að fara upp úr.


  3. Svona er þetta. Fyrir og eftir tímana hjá mér eru stundum slagsmál um að komast sem fyrst inn á klósettið í búningsklefanum til að geta skipt um föt og dressað sig fyrir leikfimitímana. Nú er maður orðinn ansi sjóaður í þessu umhverfi en ég get ekki gert að því að oft taka sig upp gamlar grettur og breytast í bros er maður fylgist með ferlinu hjá guttunum, 10 -13 ára, að skipta um föt.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: