Halldór, kvótinn og réttlætið

Alltaf gaman að fylgjast með umræðunni um fiskveiðar og kvóta. Hún er ævinlega bundin við sama gamla heygarðshornið eins og hornfirskur sauður. Nú hrukku þingmenn í kút vegna þess að Halldór ræddi um hgsanlegar fjárfestingar útlendinga í sjávarútveginum.

Og Ögmundur er alltaf jafn jákvæður. Hann er viss um að vandi sjávarútvegsins er annar en að hleypa þurfi útlendingum inn í hann. Sjálfsagt hefur Ögmundur að einhverju leyti rétt fyrir sér með það að útlendingar leysa ekki allan vandann með því að vaða inn í atvinnugreinina í því umhverfi sem hún statrfar í nú.
grindavik.jpg
Má vera að þróunin hefði orðið önnur með byggðakvóti sem byggðirnar hefðu síðan gátu selt til útgerða sem lönduðu hjá fyrirtækjum í þeirri byggð sem átti kvótann. Þar með hefðu sveitafélögin fengið pening í kassann um leið og þær sköffuðu atvinnu í heymabyggð.

Í dag er þetta snúnara. Ríkið og sveitafélög hafa lítið með kvótann að gera. Svokallaðir kvótagreifar (í jákvæðri merkingu) eiga uggana sem svamla í kringum eyjuna. Þeir kaupa og selja og miljarður á milljarð ofan safnast á bankabækur örfárra einstaklinga. Það er svo sem allt í lagi. Þessir kallar fengu möguleikann, kunnu með hann að fara og nýttu atorku sína og hæfni til fulls. En það voru bara miklu fleiri sem fengu kvóta í árdaga kvótakerfisins. Skussarnir voru nefninlega miklu fleiri en kunnáttumennirnir. Oft voru þetta menn sem kunnu ekki að gera út skip eða reka almennilega fiskvinnslu. Hér á ég við þá sem kenndir hafa verið við að kasta krónunni og hirða eyrinn. Auðvitað misstu þeir bæði kvóta og báta út úr höndunum á sér eftir því sem kerfið þróaðist. Þeir geta engum örðum en sjáfum sér kennt um hvernig fór. Þeir voru hvorki nógu framsýnir eða framtakssamir.
531901FS.jpg
Svo komu fiskmarkaðirnir. Þá hefðu skussarnir geta gert sér mat úr auðlindinni ef þeir hefðu haft rænu á að selja skipin og kvótana og leggja peninginn í að nútímavæða fiskverkunarfyrirtækin sín. Þarnæst hefðu þeir átt að leggja fé í að kaupa vörubíla sem flytti fiskinn, sem keyptur væri á mörkuðunum, heim í hús. Það er nefnilega miklu ódýrara að gera út vörubíl en ónýta togara eða báta. Þar fyrir utan hefðu þeir geta sérhæft sig í ákveðnum fisktegundum en ekki verið neyddir til að sultast í öllu sem skip þeirra báru að landi.

En nú liggur íslenska þjóðin í því. Hún nýtur nefninlega ekki auðlindarinnar eins og hún á skilið. Það eru nefninlega kvótagreifarnir sem skammta þjóðinni það sem þeim finnst passa í hvert eitt sinn. Við getum hæglega líkt fiskinum í íslensku landhelginni við olíulindir Norðmanna. Svo skulum við bera saman hver á hvað og hver fær hvað. Meðan að kvótagreifarnir hífa upp úr hafinu tugi milljóna á degi hverjum fær ríkið eða þjóðin lítið sem ekkert af verðmætasköpuninni. Í Noregi á ríkið olíulindirnar og selur Statoil, sem það á sjálft að mestu, Shell, Hydro BP og hverjum sem vill aðgang að vinnslunni. Með þessari aðferð streyma u.þ.b. 25 milljarðr á dag í ríkiskassann fyrir utan skatta og skyldur af atvinnuveginum. Það er svo mats atriði hvort Norsarar nýta hagnaðinn skynsamlega. En þeir eiga alla vega um 1200 milljarða nkr. á bók auk þess sem vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður upp á tugi milljarða á hverjum einasta degi.
einar2.gif
Af hverju nýtum við ekki okkar auðlind á sama hátt? Af hverju tekur ríkið ekki kvótann til sín aftur og selur hann leigir hann út til t.d. þriggja ára í senn? Þá yrði haldið kvótauppboð einu sinni á ári. T.d. fyrstu tvær vikur september gætu allir sem vildu keypt kvóta meðan birgðir entust. Samherji keypti það sem hann þyrfti og gæti þá selt aftur það sem honum dytti í hug á þessu þriggja ára tímabili ef han gæti eða vildi ekki veiða af einhverjum ástæðum. Útlendingar gætu keypt á kvótaupboðinu eins og hver annar. Peningarnir rynnu í þjóðarkassann. Davíð bankastjóri stryki á sér ístruna, með bros á vör, og gæti hælt sér af því hversu mikið hækkaði undir koddanum á degi hverjum.
Peningarnir rynnu til samfélagsins og miklu fleiri yrðu haminjusamir hjá hammingjusömustu þjóð í heimi.

Auðvitað er hér dregin upp afar einföld mynd af fóknum atvinnuvegi. En það er alveg ljóst að ef fiskveiðistjórnunin á að verða réttlát verður arður hennar að renna til þeirra sem voru látnir trúa því á sínum tíma að þeir ættu auðlindina. Nefninlega hver einasti Íslendingur.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: