Fyrsti tíminn

Ég ætla segja ykkur frá fyrsta degi mínum sem forfallakennari í Lakkegata skóla í Ósló.
Það var 4. janúar 1999. Ég hafði verið ráðinn í forfallakennslu fyrir kennara sem hafði misst maka sinn og kenndi því bara í 50% í tvo mánuði. Þetta var í 5. bekk. Það voru 24 nemendur í bekknum. Þar af voru tveir hvítir á hörundslit. Annar þeirra var norskur drengur en hinn var íslensk stúlka. Mér fannst að sjálfsögðu gott að vita af landa mínum skólastofunni. Aðrir nemar voru nýbúar, flestir frá Pakistan en nokkrir frá Marakó, tveir frá Víetnam, Sómalir voru þarna svo og piltur frá Gambíu ofl löndum.

Allt gekk þetta náttúrulega vel í byrjun. Mér fannst ágætt að byrja á að láta börnin lesa. Þá þurfti ég ekki að segja svo mikið enda kunni ég varla orð í norsku þar sem ég hafði aðeins dvalið nokkrar vikur í landinu. Lestrartíminn gekk semsagt ágætlega. Það gerði stærðfræðitíminn líka. En þegar kom að fagi sem heitir Kristendom og Livsyn, (gömlu Biblíusögurnar) kom örlítið babb í bátinn. Ég byrjaði náttúrulega á íslensku stelpunni og hún var vel viðræðuhæf um efni dagsins. Næstur var Víetnami sem líka var efnilegur í fræðunum um kristindóminn. En þegar kom að pakistönskum dreng, prúðum pilti sem ekki fór svo mikið fyrir, hiksataði kennslan aðeins. Hann harðneitaði að fjalla nokkuð um kaflan sem honum var ætlaður. Ég brást við eins og venjulega og sagði á bjagaðri skandinavísku; “Ég er kennarinn og ber ábyrgð á því sem við gerum í bekknum og hver gerir hvað. Þú átt alla vega að lesa kaflann og helst að spjalla um hann líka”. Drengurinn hél áfram að þumbast við og að því kom, að sjálfsögðu, að ég setti drengnum afarkosti. Annað hvort læsi hann kaflann eða ég hringdi í foreldra hans og léti vita hvað gengi á í skólastofunni. (Það er það versta sem hægt er að gera paksitönunum að láta foreldrana vita um meintar misgjörðir. Þeir fá á baukinn hjá pabbanum þegar heim kemur.) Þá lét Amin undan. Hann leit upp á mig, illu augnaráði og sagði að það væru engir kristnir menn í Pakistan. Og ef þeir kæmu þangað yrðu þeir drepnir. Að þessum orðum mæltum las vinurinn kaflann um kraftaverk krists þegar hann læknaði lamaðan mann. Honum leið ekki vel blessuðum. En hvaðan ætli 10 ára gutti hafi þessar hugmyndir tilveru kristinna í Pakistan?

velkommen_til_koranen.gif
Það sem ég ekki vissi þegar hér var komið í kennarferlinum í Noregi var að muslimsk börn eru undanþegin nokkrum köflum í kristnifræði og lífssýn bókinni. Þau þurfa nefninlega ekki að lesa neitt um það sem getur ógnað eða villt um fyrir trú þeirra og tilbeiðslu á hinn almáttuga Allah að mati foreldra þeirra og imamana í moskunum.

Næsta færsla verður um fyrsta leikfimitímann!!

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sögur úr skólanum

4 Comments on “Fyrsti tíminn”

 1. Siggi Says:

  Sæll Dunni

  Er þá engin trúarbragðafræðsla í þessum blönduðu skólum? Ekki gerð tilraun til að kynna önnur trúarbrögð og auðvelda þannig skilning á menningu mismunandi hópa? Þumbast bara hver í sínu horni og með sinn guð, sannfærðir um að allir hinir séu fífl?

 2. gudni Says:

  Það er meiri rækt lögð við trúarbragaðfræðslu í norksum skólum en íslenskum. Við förum nokkuð vel í öll eingyðistrúarbrögðin og hindúisman. Fleiri trúarbrögð eru kynnt lítilega en kanski ekki farið ítarlega í þau. Meinið er að börnum í islam er bannað lesa um krist sem guðsson og kraftaverkamann. Margir foreldrar banna börnum sínum einnig að ganga til kirkju á litlu jólunum. En það er siður í norskum skólum að börnin steðja til guðsþjónustu rétt fyrir jólafrí.

  Ég hef spurt tvo imama hver ástæða þessa sé og fékk sama svar frá báðum. Kristnir reyna að tæla börnin yfir til sinnar trúar með skrauti og allskonar prjáli í kirkjunum og með kraftaverkasögum af frelsaranum og enda svo trúboðið á því að deila út myndum af honum til auðtrúa barnssálna.

  Þetta er nú verkurinn Siggi minn.

 3. Siggi Says:

  Hvernig er jólahald hjá múslimum í Noregi. Taka þeir þátt í gjafabrjálæðinu og friðarboskapnum, eða ganga þeir til liðs við votta Jehóva sem líta á jól sem hundheiðna sólstöðuhátíð og neita að taka þátt?
  Ég veit ekki annað en friðarboðskapur sé almennt talinn trúarbrögðum til tekna, hvaða nafn sem menn kunna að nota á almættið. Ef menn trúa á eitthvað gott og fagurt er mér slétt sama hvort það kallast Óðinn, Guð, Allah, Jehóa, Jave, Hiróhitó, Budda, eða hvaðeina annað semmönnum dettur í hug.

 4. gudni Says:

  Þeir taka ekki þátt í jólahaldinu á neinn hátt. NEMA þeir nýta sér góðgætið sem boðið er upp á í skólanum síðsta dag fyrir jólafrí.

  Aftur á móti fagna þeir id með tveggjadaga “jólafríi”. En id er ekki á neinum föstum degi heldur fylgir sól og mána. Það er alger lúksus hjá okkur kennurunum þegar id brestur á. Þá er maður að dunda með þetta 3 – 5 nemendur í tvo daga. Blir ikke bedre.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: