Krefðu Réttar Þíns

Ayaan Hirsi Ali er hollensk þingkona og situr á þinginu fyrir frjálslynda hægrimenn í VVD flokknum. Hún upprunnin frá Sómalíu en flúði frá fjölskyldu sinni eftir að hún var þvinguð til að giftast ættingja. Í bók sinni, Krefðu réttar þíns, sakar hún vestræna róttæklinga fyrir að hafa svikið muslikmskar konur í baráttu þeirra fyrir auknu frelsi.

det_radikale_sviket1_large.jpg

Skömmu eftir að Hirsi Ali kom til Hollands kom yngri systir hennar á eftir. Hún flúði vegna þess að hin strangtrúaða fjölskylda ætlaði einnig að neyða hana í hjónaband sem hún ekki vildi. Hún átti ekki sjö dagana sæla í Hollandi og var sífellt hrædd við afleiðingar flóttans. Hún hætti að neyta matar og fjórum árum eftir flóttann lést hún í Hollandi. Hirsi var talin hafa hvatt systur sína til að flýja og bera ábyrgð á dauða hennar. Reyði fjölskyldunnar og ættbálksins var mikil.

Annan nóvember 2004 var kvikmyndaleikstjórinn Theo van Gogh myrtur a götu úti af öfgasinnuðum muslima. Á lík hans var hengd orðsending. “Ayaan Hirsi Ali er næsta fórnarlamb”.

Bók hennar. Krefðu réttar þíns, er safn greina um konur og islam. Þar fá vinstri menn að finna til tevatnsins. Hrisi Ali segir þá huglausa og skíthrædda við að móðga minnihluta hópa í Evrópu með því að styðja muslimskar konur til að ná sama rétti og konur á vesturlöndum. Hún segir að í islamskri tú sé konan ekki neitt án meyjarhaftsins þegar hún giftist. Burkarnir og slörin séu áminning til allra um kjæfandi líf og að múslimskir menn séu ekkert annað en eigendur kvennanna.

“Aumingjaskapur vestrænna stjórnmálamanna, sem ekki þora að hreyfa legg eða lið múslimksum konum til hjálpar, gerir ekkert annað en að viðhalda óréttlætinu og þjáningum kvennanna”, segir Ayaan Hirsi Ali.

En hefur hún rétt fyrir sér?

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: