Vålerenga græddi 140 millur.

arasonkamp[1].jpgrbk_arason_lite[1]1.jpg

Það lítur út fyrir að framtíðin sé björt hjá Noregesmeisturunum fótbolta, Vålerenga, um þessar mundir. Árni Gautur og félagar unnu ekki aðeins deildina í fyrra heldur skilaði VIF mestum hagnaði allra liða í deildinni á tímabilinu. Fjárhagsáætlunin hljóðaði upp á 900 milljónir ísl.kr. og hagnaður af rekstrinum var upp á litlar 146 millur. Fyrir komandi tímabil hljóðar fjárhagsáætlunin upp á 100 norskar milljónir sem er rúmur milljaðrður í íslenskum krónum.

10[1].jpgStabek_veigarpallgunnarsson_lite[1].jpg

Það áraði ekki eins vel hjá Stabæk og Veigari Páli. Þeir unnu að vísu 1. deildina og komu sér í úrvalsdeildina ári fyrr en en ráð var fyrir gert. En síðustu 5 árin hefur Stabæk tapað 66 milljónum króna, hátt í 700 milljónir ísl.kr. Tapið á síðasta ári var upp á 36 milljónir en leiðtogarnir á Nadderud vonast til að félagið verði með fjármál sín í jafnvægi á komandi tímabili. Hvað sem öllu líður ætlar Stabæk að hefja byggingu á glæsi knattspyrnuvelli á gamla flugvellinum á Fornebu.

Hvorki hefur gengið eða rekið hjá Molde síðustu árin. Eiginlega ekki síðan síðustu Íslendingarnir hurfu þaðan. Bo, karlinn, Johansson gamli landsliðsþjáfarinn okkar vann þó það krafta verk sem enginn trúði og hélt liðinu uppi í úrvalsdeildinni. Kjelli Inge Rökke og Björn Rune Gjeldsten, velgjörðarmenn Molde, urðu svo glaðir að þeir reittu 100 millur í félagið sem það getur notað til leikmannakaupa og annarra þarfa á Molde Stadion. Þess má geta að þeir fóstbræður gáfu Molde leikvanginn á sínum tíma og var sá þá glæsilegasti knattspyrnuvöllur Noregs.

Fjárhæðirnar sem hér eru nefndar er fróðlegt að skoða með hliðsjón af fjárhagsáætlunum íslenskera úrvalsdeildarliða. Ætli budsettið hjá Vålerenga sé ekki helmingi hærra en öll liðin í íslensku úrvalsdeildinni nurla til samans.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sport

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: