Feðgarnir Bush bíta í skottið á sjálfum sér

Gaman er að velta fyrir sér ástandinu í Asíu og hvernig þeir Bush feðgar í Bandaríkjunum hafa sett spor sín á það sem þar gerist í dag. Félagarnir Saddam og Bin Laden risu til áhrifa með hjálp gamla Bush. Síðan hefur litli Bush lagt nótt við nýtan dag til að koma þessum illmennum fyrir kattarnef.

Í dag hamast litli Bush líka á Sýrlendingum, Írönum og N-Kóreumönnum vegna meints fikts með framleiðslu kjarnorkuvopna. Hverjir eru svo lærimeistarar þjóðanna þriggja? Jú. Það eru Pakistanar eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá rannsóknarstofu norska hersins.
Pakistan býr yfir 70 kjarnorkusprengjum sem, General Pervez Musharraf , forseti landsins er tilbúinn til að beita verði á þjóð hans ráðist. Musharraf stýrir Pakistan í skjóli og með mikilli velvild, litla Bush sem fengið hefur ómæld afnot af flugvöllum landsins í hernaði sínum gegn svokölluðum hryðjuverkamönnum í Afganistan. Á sama tíma veita sérfræðingar hershöfðingjans í Pakistan löndum eins og Iran, Líbýu og Norður Kóreu tæknilega ráðgjöf og efni til framleiðslu gjöreyðingaravopna.

Feðgarnir Bush minna óneitanlega á hund sem hleypur í hringi og bítur í rófuna sína.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Pólitík

2 Comments on “Feðgarnir Bush bíta í skottið á sjálfum sér”

  1. matti Says:

    Eða eins og G.W. Bush sagði 13/4 2004: “One of my hardest parts of my job is to console the family members who have lost their life.”
    Þann 25/3 sama ár sagði hann: “We increased expenses, particularly in two areas – the military.”

  2. gudni Says:

    Hann veður ekki í vitnu blessaður karlinn.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: