Má ég þá biðja um Mánudagsblaðið

Sorpblöð og óþverramennska hafa alltaf verið til. Íslendingar hafa fengið sinn skammt af óþverranum í gegnum árin. Upp á síðkastið hafa blaðamenn og ritstjórar DV fengið að finna til tevatnsins fyrir framgöngu sína á ritvellinum. Illa þokkaðir ritstjórar tóku pokann sinn og yfirgáfu sökkvandi blað.

En DV er ekki eina sorpblaðið sem út hefur komið á Íslandi. Sú var tíðin að Mánudagsblaðið og Ný Vikutíðindi flutti þjóðinni safaríkasta slúðrið og akildu ósjaldan eftir djúpar rispur í mannorði svokallaðra betriborgara samfélagsins. Munurinn á DV og gömlu sorpblöðunum er samt æði mikill. Það var nefninlega oft gaman að lesa Mándugasblaðið og Ný Vikutíðindi. Um pennann héldu ritsnillingar sem höfðu frásagnarlist sem náðargáfu. Mergjaður texti og beitt gagnrýni á svindlara, óþokka, stjórnmálamenn og nánast allt sem ritstjórunum þótti ábótavant í samfélaginu. En bæði þessi blöð dóu með ritstjórum sínum. Því miður. Þeir áttu blöðin og skrifuðu nánast allt sjálfir sem þau sögðu frá.

Seinna kom svo Helgarpósturinn. Hann varð aldrei jafn skemmtilegur aflestrar eins og td Mánudagsblaðið. Það má líka til sanns vegar færa að hann hafi oriðið fyrstur til að ræna fólk æru sinni og mannorði og það með heinum lygum og aðdróttunum sem ekki stóðust ljós raunveruleikans. Hafskipsmálið er enn í fersku minni þar sem Helgarpóstuinn rændi fjóra athafnamenn ærunni. Sem betur fer kom þó sannleikurinn síðar ljós. Fjórmenningarnir fengu æruna til baka og geta enn hlegið en Helgarpósturinn dó.

Má ég þá biðja um Mánudagsblaðið

Advertisements
Explore posts in the same categories: Fjölmiðlar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s


%d bloggers like this: