Hinn heilagi Allah og blokkflautan

Kanski ég taki áskorun um að segja sögur úr skólastofunni. Þá er best að byrja á einni frá Lakkegata Skóla í Ósló þar sem ég starfa nú. Skólinn, sem er í miðborginni, er ekki dæmigerður norskur barnaskóli þar sem 85% nemendanna eru nýbúar eða innvandrerar eins og Norðmenn kalla þá og koma frá 24 þjóðlöndum. Flestir eru islamskrar trúar og kalla á allah sér til hjálpar.

Nú er þar til máls að taka að í föstumánuði múhameðssafnaðanna í fyrra héldum við uppi hefðbundinni tónlistarkenneslu í skólanum. Samkvæmt kennsluáætlun ársins var komið að því að börnin áttu að læra á blokkflautu og kynnast öðrum tréblásturhljóðfærum fornum og nýjum frá felstum heimshlutum. En þá kom nú babb í bátinn. Tónlistarkennarinn fékk bréf frá imaminum í marókóskri mosku, sem stendur á skólalóðinni, þar sem farið var fram á að blokkflauta yrði ekki dregin fram meðan á ramadan stæði. Ástæðan var að blokkflauta er hljóðfæri djöfulsins og alls ills. Í hvert skipti sem tónn heyrðist úr blokkflautu fóru púkar af stað og imamin vildi forða börnunum frá áreit andskotans í helgasta mánuði ársins.

Nú voru góð ráð dýr. Hvorki vildum styggja hið marokanska trúsamfélag eða hinn volduga allah. En við vildum nú samt fá að nota blokkflautuna svo skotið var á hálfgerðum krísufundi þar sem við réðum ráðum okkar. Ég kom með þá bráðsnjöllu hugmynd um að við mættum sjáfsagt nota blokkflautuna bara ef við hefðum opna glugga á tólistarstofunni. Þá myndu púkarnir örugglega verða frelsinu fegnir og fljúga út um gluggann. Hugmyndin var borin upp við múslimsku kennarana við skólann, sem flestir eru í frjálslyndari kantinum og sýndist þeim að þetta ætti að geta gengið. Tore tónn skrifaði imaminum frá Marokko bréf og sagði frá hinni stórgóðu hugmynd Íslendingsins. Imamen var ekki eins hrifinn og við í Lakkegata. Hann sagði þvert nei. Ef púkarnir geta flogið út um gluggann komast þeir líka inn um hann. Og þar sem þeir eru elskir að tónum hljóðfæri hins illa væri mjög líklegt að þeir færu ekki út úr kennslustofunni meðan tónar blokkflautunnar liðu um loftið. Og ef við ætluðum að halda fast við að kenna á blokkflautu á ramadan myndu margar fjölskyldur taka börn sín úr skólanum þá daga sem þau ættu að vera í tónlistarkennslu. Það væri óforsvaranlegt að börnin væru árteitt af sonum djöfulsins á hinum heilaga ramadan.

Við pökkuðum blokkflautunum niður og frestuðum kennslu á þetta annars ágæta hljóðfæri þar til eftir jólafrí.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Sögur úr skólanum

6 Comments on “Hinn heilagi Allah og blokkflautan”

 1. matti Says:

  Já, svona er það. Öfugt við það sem margir halda er ekki talað uim púkaflautu vegna þess að krakkapúkum er kennt á hana.

  Annars er þetta skemmtileg saga af því hvernig kennarar verða að takast á við fjölmenninguna, gæta að því að móðga engan en samt að láta ekki valta yfir sig.

 2. gudni Says:

  Ekki alltaf auðvelt að finna hinn gullna meðalveg. Held stundum að meðalvegurinn sé bara vegleysa hjá muslimum. En þeir eru nú margir ágætir þrátt fyrir aðra lífsýn en við eigum að venjast

 3. Skúli Páls Says:

  Blessaður og sæll. Þegar þú lést vita af þér á blogginu hennar Hörpu Hreins leit ég við. Þetta er bráðskemmtilegt. Ég gæti komið þér í samband við nýbúakennara í Reykjavík. En ég er ekki viss um að þar verði eins mergjaðar sögur. Bestu kveðjur, Skúli Pálsson

 4. gudni Says:

  Sæll Skúli og takk fyrir innlitið.

  Ég er svo sem ekkert frekar að leita að mergjuðum sögum. En mig langar til að fá íslenska nýbúakennara í heimsókn. Held að skólinn minn geti miðlað góðri reynslu til Íslands. En mergjaðar sögur eru alltaf plús. Ég er búinn að lofa nokkrum sögum hér. Bæði frá Lakkegata og Túninu heima eins og við köllum Öldutúnið. Næsta saga verður um fyrsta íþróttatímann, með muslimunum, í jan 1999.

 5. Siggi Says:

  Ég er strax farinn að hlakka til að lesa næstu sögu!

  Ég hef haft þann heiður að kenna nýbúum en aldrei meira en einum í hverjum bekk. Eftirminnilegasur er kínverskur strákur. Fluggáfaður og skemmtilegur þótt hann skildi ekki orð í íslensku í þá daga.

 6. Kristmundur Says:

  Ljóst að þessi síða verður heimsótt reglulega á næstunni. Sagnamaður af guðs náð við stýrið.

  Bið fyrir góðar kveðjur og bíð spenntur eftir sögunni um fyrsta íþróttatímann.

  Kv.
  Kristmundur Guðmundsson


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: