Skítabombur og skíthælar

Össur Skarphéðinsson skrifar á heimasíðu sinni grein undir heitinu “Skítabrellur og óþverrabrögð” Þar spjallar hann um þegar leiða átti “litlu sjónvarpsstjörnuna,” Gísla Martein, til slátrunar í umræðuþætti á Stöð 2.

Hann gerir einnig að umræðuefni lúalega aðferð framsóknarmanna til að eyðileggja borgarstjórnarframboð flokksfélaga síns, Björns Inga Hrafnsonar, sem skyndilega er orðin að vonarstirni í framsóknarfjósinu. Skil ekki hvað góður og geng KR-ingur hefur að sækja til framsóknar.

Það eru margar skítabomburnar í pólitíkinni. Flestar eru meinlausar og afhjúpa þá sem beita þeim. Slíkar skítabombur geta verið broslegar á stundum. Aðrar eru afar ógeðfelldar og koma þeim illa sem fyrir þeim verða.

Ein er sú skítabomba sem er verri en aðrar bombur með skítafyllingu. Sú bomba heitir Framsóknarflokkur. Það er með eindæmum hvað framsóknarmenn geta lagst lágt til að koma höggi á flokksfélaga sína þegar þeim finnst þeir þvælast fyrir sér. Óþverrabragðið gegn Birni Inga og sú ljóta rógsherferð sem henni fylgir er nýjasta dæmið.

Annað ferskt dæmi um innræti framsóknarfólks er yfirstandandi ófrægingarherferð gegn Kristni Gunnarsyni alþingismanni að vestan. “Áhrifalaus kommi” er hann kallaður af skagfirskum miðstjórnarmeðlimi.

Framkoma formanns flokksins gagnvart Siv Friðbleifsdóttur og Jónínu Bjartmarz er og verður skítablettur á smetti flokksins sem erftitt verður að þvo burt.

En ljósasta dæmið um virðingu framsóknarmanna fyrir landslögum og fólkinu í landinu er sú dæmalausa ósvífni sem Árni Magnússon er merkisberi fyrir. Með ólíkindum að formaður framsóknarflokksinis og forsætisráðherra skuli eki hafa sparkað félagsmálaráðherranum úr ríkistjórninni eftir handabaksvinnubrögð haustsins. Hvergi á Norðurlöndunum hefði ráðherra verið sætt eftir að hafa brotið lögin með jafn afgerandi hætti og Árni Magnússon.

Get ekki ímyndað mér annað en fjölskylda ráðherrans hefði orðið stolt af stráknum hefði hann axlað ábyrgðina og sagt af sér sjálfur. Þess í stað horfir hún upp á að Árni er einhver mesti skíthæll sem setið hefur í ríkistjórn lýðveldisins Íslands frá upphafi.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Hrokagikkir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: