Létt geggjaður þyrluflugmaður

Það eru ekki bara flumennirnir hjá SAS sem skapa fréttirnar í Skandinavíu í dag. Einkaflugmaður lenti Þyrlu sinni á bílastæðinu fyrir framan Quality Hótelið í Hönefoss í Noregi gær. Þar með braut hann allar öryggisreglur sem hann gat brotið og stofnaði fjölda manns í stórhættu. Ástæða lendingarinnar var sú að flugmaðurinn, sem gisti á hótelinu, hafði gleymt GSM-símanum sínum á herberginu og hugðist ná í gripinn.

Yfirmenn þyrlufyrirtækisins, sem maðurinn starfar fyrir, voru ekki alltof ánægðir með framtakið og ráku flughetjuna á stundinni.

Explore posts in the same categories: Almennt

Leave a comment