Harðlæstur þríhyrningur

Þegar kynlífsdraumórarnir verða að veruleika gengur ekki allt eftir draumaráðnigabókinni. Sú varð alla vega raunin hjá karli og tveimur konum í Nittedal í Noregi sem ætluðu að láta drauminn rætast. Karlinn, sjálfsagt kyntröll mikið, lét sér ekki nægja konuna eina sl laugardagskvöld. Önnur mátti til og hamingjusamt tríóið hóf þegar að sexþríhyrninginn. Ýmis hjálpartæki voru einnig með í leiknum. Þar á meðal handjárn og það tvenn. Er líða tók á nóttina handjárnaði karlinn dömurnar saman og síðan við við rúmið þar sem skeiðið fór fram.

Áfram hélt svo leikurinn. Með konurnar handjárnaðar og læstar í rúminu virðist virðist karlinn hafa gagnast þeim lengi nætur. En er leiknum lauk kom heldur betur babb í bátinn. Önnur handjárnin, þau sem bundu dömurnar saman, voru kviklæst. Hvernig sem vesalings maðurinn reyndi gat hann ekki losað þær í sundur og undir morgun voru öll önnur ráð á þrotum en að kalla til lögregluna í Lilleström til að opna handjárnin. Laganna verðir brugðust vel og brosandi við neyðarkallinu úr Nittedal. Þeir renndu uppeftir og losuðu hinar fáklæddu dömur frá hvor annarri þannig að þær gátu tínt utan á sig spjarirnar.

Lilleströmlöggan segir þetta ekkert vejnulegt útkall en segist frekar líta á þetta sem greiða við húsráðendur en útkall. Svo segir NRK P1

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: