Frjálslyndi Dana.

Frjálslyndi frænda vorra í Danmörku ríður ekki við einteyming. Þegar litli prinsinn var skírður á dögunum braut krónprinsparið allar hefðir sem hingað til hafa verið haldnar í heiðri í konungsfjölskyldunni. Í fyrsta lagi ók Friðrik prins sjálfur konu og barni til kirkjunnar en nýtti sér ekki konunglega eðalvagna með hirðbilstjóra undir stýri. Í annan stað gerði Mary prinsessa ekkert í því þegar litli snáðinn saug á sér puttana meðan á skírnarathöfninni stóð. Ólíkt tengdamömmu sinni sem mátti ekki vamm sitt vita þegar Friðrik var skírður og þaggaði niður í honum grátinn og lét ekki nokkurn mann sjá að prinsinn sygi á sér puttana. Í þriðja lagi sýndu þau tilfinningar sínar og grétu gleðitárum er afkvæmið var vatni ausið og helgidómur þess staðfestur. Númer fjögur var að þau létu ekki sjá sig á svölum hallarinnar eins og venja hefur verið þegar hin tignu börn hafa hlotið skírn sína. Þess í stað röltu þau um með barnið meðal almennings og fréttamanna og leyfðu hverjum sem vildi að sjá og kjá framan í ríkiserfingjan. Barnið er jú þjóðareign. Í fimmta lagi ætlar krónprinsparið ekki að láta barnapíur sjá um uppeldi drengsins. Þau ætla að gera það sjálf. Öðruvísi Dönum áður brá. Friðrik og Jóakim fengu ekki að setjast til borðs með drottningunni og drottningarmanninum fyrr en þeir gátu haldið, skammlaust, á hníf og gaffli. Þau Friðrik og Mary ætla sér nefninlega að ala drenginn sinn upp á eins “venjulegan” hátt og auðið er fólki í þeirra þjóðfélagsstöðu.

Held að margir nýríkir “nonnar” á Íslandi gætu lært aðeins af uppeldisfílósófíu danska krónprinsparsins.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: