Lækning fundin við fuglaflensu

Nú getur heimsbyggðin andað léttar. Ítalskir vísindamenn, við Heilbrigðisstofnun Ítalíu, hafa nefninlega fundið út hvernig mannskepnan getur forðað sér frá hinni bráðdrepandi fuglaflensu sem herjað hefur á tyrknesk ungmenni síðustu vikurnar. Og það eru ekki nein leiðindi sem Ítölsku læknarnir bjóða upp á því þeir hafa komist að því að mólikúlin í rauðvíni hamli sterkt gegn flensunni illræmdu.

Ráðið er sem sagt að halda sér sætkenndum af rauðvíni. Get ekki ímyndað mér annað en áhrif rauðvínsins hafi einnig góð áhrif á geðheilbrigði fólks.

Explore posts in the same categories: Almennt

Leave a comment