Skítalykt

Ég varð fyrir furðulegri reynslu í dag. Veit eiginlega ekki hvort hún var óskemmtileg eða skemmtileg. Allavega óskemmtileg meðan hættuástandið varði. Þannig var mál með vexti að ég sat í strætó á leið heim. Við hlið mér sat maður nokkur mikill að vexti með mógult hár og hátt enni eins og Gunnar á Hlíðarenda. Þar með lýkur samlíkingarhæfni Norsarans við hetjuna úr Fljótshlíðinni.

Nú er þar til máls að taka, er vagninum er ekið eftir E6 í norðurátt, að maðurinn andaði út úr sínu fúla rassgati þvílíkri skítafýlu að lá við átökum í strætisvagninum þegar fólk reyndi að flýja eiturgasið. Fólk í nærliggjandi sætum lét skoðanir sínar, á atferli og ýldu mannsins, í ljós með afgerandi orðbragði sem sjaldan hrýtur af vörum hinna kristnu frænda vorra í ríki Haraldar konungs. Ég, ræfillinn, nauðugur viljugur sat hinsvegar klemmdur milli mannsins og rúðunnar sem mig langaði mest af öllu að mölva eins og staðan var í miðju ýldulægðarinnar. Sjaldan ef nokkurntíman hef ég orðið jafn feginn að þurfa að skipta um strætó á Olafsgaard í dag. Svo aðfram kominn var ég að ég mátti fá stuðnig af gamali kerlingu, sem ég hef aldrei séð, til að staulast á milli vagnanna.

Rassgatinu hefði Gunnar aldrei beitt sem vopni með þessum hætti. Ekki heldur Saddam sem lét sér nægja hefðbundinn eiturgas hernað af og til.

Advertisements
Explore posts in the same categories: Almennt

2 Comments on “Skítalykt”

 1. Vilborg Ölversdóttir Says:

  Hæ bró:
  Þessi lofar góðu, fyrir þau okkar sem missa af mánudagspistlunum
  en ertu búinn að ná þér eftir fretið

 2. Bóas H. Says:

  Þetta hljómar eins og miður skemmtileg reynsla, ágætis efniviður í netfærslu og líklega hljómar hún enn skemmtilegar af vörum þínum. Á meðan þú hefur setið á milli steins og sleggju, eða í þessu tilfelli; feits manns og rúðu, hefur þetta varla verið skemmtiferð!

  Annars bið ég kærlega að heilsa henni Ingu minni og vona að lífið leiki við ykkur ytra.
  Næst þegar þið svo komið við á klakanum þá væri virkilega gaman að kynna fyrir ykkur snáðann minn, Hann Dalí!

  Ástarkveðjur – Bóas H.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s


%d bloggers like this: